Fótbolti

Jón Daði skoraði í sigri Bolton

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson. vísir/getty

Jón Daði Böðvarsson var á skotskónum í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. 

Jón Daði hóf leik á varamannabekk Bolton Wanderers þegar liðið fékk Lincoln City í heimsókn.

Jóni Daða var skipt inná á 73.mínútu en þá var staðan 1-0, Bolton í vil. Tíu mínútum eftir að Jón Daði kom inná skoraði hann annað mark Bolton og tryggði liðinu 2-0 sigur.

Bolton hefur 20 stig eftir tíu leiki og situr í sjötta sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Plymouth Argyle.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.