Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Sæberg skrifar 1. október 2022 08:12 Þeir feðgar hafa ærið tilefni til að fagna í dag, líkt og þeir höfðu við undirritun skjala þegar Árni Þórður keypti sína fyrstu íbúð. Aðsend Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi stormur eins og hann er ávallt kallaður, hefur um nokkurra mánaða skeið haldið vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns Árna Þórðar við alvarleg veikindi. Á tímabili var Árna Þórði vart hugað líf en í Fréttablaði dagsins er greint frá þeim gleðitíðindum að Árni Þórður sé nú laus af sjúkrahúsi. Á jóladag í fyrra birti Siggi stormur stuttan pistil á Facebooksíðu sinni þar sem greindi frá því að Árna Þórði hefði verið haldið sofandi í öndunarvél í tæplega viku. Hann sagði jólin það árið ekki vera þeim hjónunum Hólmfríði Þórisdóttur hátíð ljóss, friðar og gleði líkt og þau eiga til að vera. „Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur. Það er styrkur að eiga góða vini. Nú þarf ég á ykkur að halda,“ sagði Siggi. Svo virðist sem bataóskir til handa Árna Þórði hafi borið tilætlaðan árangur enda fékk hann á fimmtudag læknabréf þar sem hann var útskrifaður af spítala. Í samtali við Fréttablaðið segir Siggi að fyrir fjölskyldunni sé bati Árna Þórðar hálfgert kraftaverk. Hann segir að á tímabili hafi ekki öllum litist á blikuna. Mun aldrei geta þakkað þeim sem sýndu stuðning Sem áður segir leyfði Siggi stormur fólki að fylgjast með baráttu Árna Þórðar á samfélagsmiðlum. Það segir hann hafa verið sína leið til að takast á við áfallið sem fylgir alvarlegum veikindum sonar. „Ég get aldrei þakkað þeim sem með einum eða öðrum hætti sýndu styrk og góðan hug. Þegar svona kemur upp þá er maður svo aleinn í eyðimörkinni, maður er alveg hjálparlaus því maður kann auðvitað ekkert í læknisfræðum. Getur ekkert gert og þarf að treysta á Guð og lukkuna, góða lækna og hjúkrunarfólk,“ hefur Fréttablaðið eftir honum. Fékk dagsleyfi á þrítugsafmælinu Síðustu fréttirnar sem Siggi flutti af veikindum Árna Þórðar voru gleðifréttir. Í síðustu viku varð hann nefnilega þrítugur og fékk dagsleyfi af spítalanum til þess að verja afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar. „Árni sér væntanlega fyrir endann á lífsógnandi sjúkdómi í næstu viku. Hann hafði óskað sér að vera laus við spítalann á afmælisdaginn sinn - en þetta er allt að koma,“ sagði Siggi á Facebook við tilefnið og reyndist sannspár. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi stormur eins og hann er ávallt kallaður, hefur um nokkurra mánaða skeið haldið vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns Árna Þórðar við alvarleg veikindi. Á tímabili var Árna Þórði vart hugað líf en í Fréttablaði dagsins er greint frá þeim gleðitíðindum að Árni Þórður sé nú laus af sjúkrahúsi. Á jóladag í fyrra birti Siggi stormur stuttan pistil á Facebooksíðu sinni þar sem greindi frá því að Árna Þórði hefði verið haldið sofandi í öndunarvél í tæplega viku. Hann sagði jólin það árið ekki vera þeim hjónunum Hólmfríði Þórisdóttur hátíð ljóss, friðar og gleði líkt og þau eiga til að vera. „Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur. Það er styrkur að eiga góða vini. Nú þarf ég á ykkur að halda,“ sagði Siggi. Svo virðist sem bataóskir til handa Árna Þórði hafi borið tilætlaðan árangur enda fékk hann á fimmtudag læknabréf þar sem hann var útskrifaður af spítala. Í samtali við Fréttablaðið segir Siggi að fyrir fjölskyldunni sé bati Árna Þórðar hálfgert kraftaverk. Hann segir að á tímabili hafi ekki öllum litist á blikuna. Mun aldrei geta þakkað þeim sem sýndu stuðning Sem áður segir leyfði Siggi stormur fólki að fylgjast með baráttu Árna Þórðar á samfélagsmiðlum. Það segir hann hafa verið sína leið til að takast á við áfallið sem fylgir alvarlegum veikindum sonar. „Ég get aldrei þakkað þeim sem með einum eða öðrum hætti sýndu styrk og góðan hug. Þegar svona kemur upp þá er maður svo aleinn í eyðimörkinni, maður er alveg hjálparlaus því maður kann auðvitað ekkert í læknisfræðum. Getur ekkert gert og þarf að treysta á Guð og lukkuna, góða lækna og hjúkrunarfólk,“ hefur Fréttablaðið eftir honum. Fékk dagsleyfi á þrítugsafmælinu Síðustu fréttirnar sem Siggi flutti af veikindum Árna Þórðar voru gleðifréttir. Í síðustu viku varð hann nefnilega þrítugur og fékk dagsleyfi af spítalanum til þess að verja afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar. „Árni sér væntanlega fyrir endann á lífsógnandi sjúkdómi í næstu viku. Hann hafði óskað sér að vera laus við spítalann á afmælisdaginn sinn - en þetta er allt að koma,“ sagði Siggi á Facebook við tilefnið og reyndist sannspár.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira