Innlent

Vöruðu unga drengi við því að príla

Árni Sæberg skrifar
Verkefni lögreglunnar voru af ýmsum toga í nótt.
Verkefni lögreglunnar voru af ýmsum toga í nótt. Vísir/Vilhelm

Í gær hafði lögregla afskipti af ungum drengjum sem gómaðir voru uppi á þaki leikskóla í Kópavogi. Lögregluþjónar vöruðu drengina við hættunni sem fylgir slíku príli og tilkynntu foreldrum drengjanna athæfi þeirra.

Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar ber annað helst að tilkynnt var um þrjár líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur. Einn hefur verið handtekinn vegna líkamsárásar og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þá var tilkynnt um slagsmál í Kópavogi og enduðu fjórir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Einn leitaði á bráðamóttöku en ekki er vitað um alvarleika áverka hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×