Vilja valdefla konur á nýju Fæðingarheimili Reykjavíkur Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 22:30 Ljósmæðurnar Embla Ýr Guðmundsdóttir og Emma Marie Swift eru eigendur fæðingarheimilisins sem er staðsett í nýja hverfinu við Hlíðarenda. Nýtt fæðingarheimili hefur verið opnað í Reykjavík og ber nafn Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem starfrækt var á síðustu öld. Eigendurnir vilja halda í ræturnar og brydda upp á nýjungum, þremur áratugum eftir að upprunalega Fæðingarheimili Reykjavíkur hætti starfsemi. Embla Ýr Guðmundsdóttir og Emma Marie Swift eru eigendur fæðingarheimilisins sem er staðsett í nýja hverfinu við Hlíðarenda en þær eru báðar ljósmæður og ákváðu að stofna fæðingarheimilið með það fyrir augum að auka val kvenna. Starfsemin byggir á hugmyndum um samfellda þjónustu sem stuðlar að auknu öryggi. „Það snýst um það að ljósmóðir fylgir konu og fjölskyldu í gegnum meðgönguna í fæðingarferlinu og svo í sængurlegunni fyrstu tíu dagana eftir fæðingu,“ segir Embla en mikil áhersla er lögð á heimilislegt umhverfi og að verðandi foreldrar geti kynnt sér umhverfið áður. „Okkur langaði svolítið að láta verkin tala og í staðinn fyrir að vera bara að tala um þetta þjónustuform og áhrif þess þá langaði okkur svolítið að búa til vettvang sem að veitir okkur tækifæri til þess að vinna með þessum hætti,“ segir Embla en bæði hún og Emma hafa fjallað um þetta þjónustuform í kennslu sinni við Háskóla Íslands. Bjóða upp á alls konar þjónustu á þremur tungumálum Tvö fæðingarherbergi eru á fæðingarheimilinu en auk þess eru ráðgjafaherbergi og stór salur þar sem ýmis námskeið fara fram, þar á meðal jóga og meðgönguráðgjöf, en á heimilinu starfa ljósmæður sem hafa sérhæft sig í ýmsum efnum. Þá er boðið upp á námskeið á íslensku, ensku og pólsku til að auka aðgengi. Í báðum herbergjum er stórt baðkar.Stöð 2 „Við vildum koma öllu saman undir eitt þak þar sem fólk sem kemur hingað það getur verið alveg visst um það að hér er verið að vinna eftir sömu hugmyndafræði, það er verið að valdefla, það er verið að stuðla að eðlilegum fæðingum og stuðla að þessari samfelldu þjónustu, á svona útvíkkaðan hátt,“ segir Emma en um sé að ræða þjónustu sem sé ekki almennt í boði. Síðastliðnar vikur hafa verðandi mæður komið í ráðgjöf og heimsóknir á heimilið en landlæknir veitti fæðingarheimilinu loks leyfi í gær til að hefja formlega starfsemi. Þjónustan er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands og því er kostnaður fyrir verðandi foreldra sambærilegur og í öðrum úrræðum. Vilja vera eins staður og gamla fæðingarheimilið Nafn heimilisins er fengið frá upprunalega Fæðingarheimili Reykjavíkur, sem var starfrækt á horni Þorfinnsgötu og Eiríksgötu frá árinu 1960 til 1992. Að sögn Emmu hafi flestar konur sem hún hafi rætt við hlýjar minningar til heimilisins og vildu þær halda í þá arfleifð. Nafnið er fengið frá gamla Fæðingarheimili Reykjavíkur.Stöð 2 „Margt af því sem að við teljum alveg sjálfsagt í dag byrjaði þar og það er í raun og veru kannski það sem við erum að vísa til með því að fá að nota nafnið, að við viljum vera eins staður,“ segir hún en þær vilja til að mynda brydda upp á nýjungum líkt og gamla fæðingarheimilið gerði. Ljóst er að aðsóknin er mikil og stefna tugir kvenna á að fæða á heimilinu á næstu mánuðum. Fjórar ljósmæður eru þar starfandi og er áætlað að þær geti tekið við rúmlega tíu konum á mánuði, alla vega til að byrja með. Aðspurðar um hvort þær myndu stækka við sig ef heimilið nýtur mikilla vinsælda segja þær aldrei að vita. „Við myndum alveg skoða það alla vega að fjölga ljósmæðrum og taka við fleiri konum og fjölskyldum en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Embla. „En þetta húsnæði rúmar alveg fullt af verðandi foreldrum og fæðingum, þannig ég held að það fari vel um okkur hér alla vega til að byrja með,“ segir Emma. Í uprrunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að Fæðingarheimili Reykjavíkur hafi verið starfrækt til ársins 1995 en hið rétta er að það hafi verið starfrækt til ársins 1992. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Embla Ýr Guðmundsdóttir og Emma Marie Swift eru eigendur fæðingarheimilisins sem er staðsett í nýja hverfinu við Hlíðarenda en þær eru báðar ljósmæður og ákváðu að stofna fæðingarheimilið með það fyrir augum að auka val kvenna. Starfsemin byggir á hugmyndum um samfellda þjónustu sem stuðlar að auknu öryggi. „Það snýst um það að ljósmóðir fylgir konu og fjölskyldu í gegnum meðgönguna í fæðingarferlinu og svo í sængurlegunni fyrstu tíu dagana eftir fæðingu,“ segir Embla en mikil áhersla er lögð á heimilislegt umhverfi og að verðandi foreldrar geti kynnt sér umhverfið áður. „Okkur langaði svolítið að láta verkin tala og í staðinn fyrir að vera bara að tala um þetta þjónustuform og áhrif þess þá langaði okkur svolítið að búa til vettvang sem að veitir okkur tækifæri til þess að vinna með þessum hætti,“ segir Embla en bæði hún og Emma hafa fjallað um þetta þjónustuform í kennslu sinni við Háskóla Íslands. Bjóða upp á alls konar þjónustu á þremur tungumálum Tvö fæðingarherbergi eru á fæðingarheimilinu en auk þess eru ráðgjafaherbergi og stór salur þar sem ýmis námskeið fara fram, þar á meðal jóga og meðgönguráðgjöf, en á heimilinu starfa ljósmæður sem hafa sérhæft sig í ýmsum efnum. Þá er boðið upp á námskeið á íslensku, ensku og pólsku til að auka aðgengi. Í báðum herbergjum er stórt baðkar.Stöð 2 „Við vildum koma öllu saman undir eitt þak þar sem fólk sem kemur hingað það getur verið alveg visst um það að hér er verið að vinna eftir sömu hugmyndafræði, það er verið að valdefla, það er verið að stuðla að eðlilegum fæðingum og stuðla að þessari samfelldu þjónustu, á svona útvíkkaðan hátt,“ segir Emma en um sé að ræða þjónustu sem sé ekki almennt í boði. Síðastliðnar vikur hafa verðandi mæður komið í ráðgjöf og heimsóknir á heimilið en landlæknir veitti fæðingarheimilinu loks leyfi í gær til að hefja formlega starfsemi. Þjónustan er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands og því er kostnaður fyrir verðandi foreldra sambærilegur og í öðrum úrræðum. Vilja vera eins staður og gamla fæðingarheimilið Nafn heimilisins er fengið frá upprunalega Fæðingarheimili Reykjavíkur, sem var starfrækt á horni Þorfinnsgötu og Eiríksgötu frá árinu 1960 til 1992. Að sögn Emmu hafi flestar konur sem hún hafi rætt við hlýjar minningar til heimilisins og vildu þær halda í þá arfleifð. Nafnið er fengið frá gamla Fæðingarheimili Reykjavíkur.Stöð 2 „Margt af því sem að við teljum alveg sjálfsagt í dag byrjaði þar og það er í raun og veru kannski það sem við erum að vísa til með því að fá að nota nafnið, að við viljum vera eins staður,“ segir hún en þær vilja til að mynda brydda upp á nýjungum líkt og gamla fæðingarheimilið gerði. Ljóst er að aðsóknin er mikil og stefna tugir kvenna á að fæða á heimilinu á næstu mánuðum. Fjórar ljósmæður eru þar starfandi og er áætlað að þær geti tekið við rúmlega tíu konum á mánuði, alla vega til að byrja með. Aðspurðar um hvort þær myndu stækka við sig ef heimilið nýtur mikilla vinsælda segja þær aldrei að vita. „Við myndum alveg skoða það alla vega að fjölga ljósmæðrum og taka við fleiri konum og fjölskyldum en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Embla. „En þetta húsnæði rúmar alveg fullt af verðandi foreldrum og fæðingum, þannig ég held að það fari vel um okkur hér alla vega til að byrja með,“ segir Emma. Í uprrunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að Fæðingarheimili Reykjavíkur hafi verið starfrækt til ársins 1995 en hið rétta er að það hafi verið starfrækt til ársins 1992.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira