Nýtt björgunarskip styttir viðbragðshraða um helming Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. september 2022 13:07 Örn segir að viðbragðstími björgunarsveita batni til muna með tilkomu nýrra skipa. Vísir/Vilhelm Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Um er að ræða fyrsta skipið af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en með komu þeirra styttist viðbragðstími björgunarsveita á sjó um helming. Skipið er það fyrsta af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en þau eru smíðuð í Finnlandi. Landsbjörg stefnir á að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín en þau eru mikil búbót fyrir bæði björgunarsveitir og landsmenn. Þetta fyrsta verður sent til Vestmannaeyja og afhent næstkomandi laugardag. „Þörfin er rosalega brýn, við eigum fullt af björgunarskipum um allt land og þrettán stór björgunarskip sem við gerum út og þau eru gömul. Skipið í Vestmannaeyjum er smíðað 1993 og það er löngu kominn tími til að komast í nútímann. Í siglingatækjum, í búnaði, í hitamyndavélum og ýmsu öðru. Svo þörfin er mikil,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörguna hjá Landsbjörgu. Sjóvá styrkti björgunarsveitirnar um rúmar 140 milljónir til skipakaupanna.Vísir/Vilhelm Von er á öðru björgunarskipi í byrjun næsta árs og því þriðja um mitt árið. Upprunalega stóð til að annað skipið kæmi fyrir áramót en vegna íhlutaskorts vegna stríðsins í Evrópu seinkar afhendingu skipsins. „Við eigum von á tveimur til viðbótar í þessum fasa. Við ætlum að endurnýja öll þrettán á næstu tíu árunum en til þess þurfum við stuðning. Það er búið að styðja okkur ríflega í þessu fyrstu þrjú sem við klárum núna á þessu ári og næsta en svo þurfum við að halda áfram,“ segir Örn. Hvert nýju skipanna kostar 285 milljónir króna og hefur Landsbjörg safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma til að fjármagna verkefnið. Það bætti þó úr skák þegar félagið tryggði helmings fjármögnun smíðanna frá ríkinu og þegar Sjóvá lagði hönd á plóg, með ríflega 142 milljóna króna styrk. „Þetta er náttúrulega gríðarlega þarft verkefni og við erum afskaplega stolt af því að geta tekið þátt í þessu með Landsbjörgu og tryggja þannig öryggi sjófarenda um allt land,“ sagði Sigríður Vala Halldórsdóttir fjármálastjóri hjá Sjóvá. Björgunarsveitir Sjóvá Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Skipið er það fyrsta af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en þau eru smíðuð í Finnlandi. Landsbjörg stefnir á að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín en þau eru mikil búbót fyrir bæði björgunarsveitir og landsmenn. Þetta fyrsta verður sent til Vestmannaeyja og afhent næstkomandi laugardag. „Þörfin er rosalega brýn, við eigum fullt af björgunarskipum um allt land og þrettán stór björgunarskip sem við gerum út og þau eru gömul. Skipið í Vestmannaeyjum er smíðað 1993 og það er löngu kominn tími til að komast í nútímann. Í siglingatækjum, í búnaði, í hitamyndavélum og ýmsu öðru. Svo þörfin er mikil,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörguna hjá Landsbjörgu. Sjóvá styrkti björgunarsveitirnar um rúmar 140 milljónir til skipakaupanna.Vísir/Vilhelm Von er á öðru björgunarskipi í byrjun næsta árs og því þriðja um mitt árið. Upprunalega stóð til að annað skipið kæmi fyrir áramót en vegna íhlutaskorts vegna stríðsins í Evrópu seinkar afhendingu skipsins. „Við eigum von á tveimur til viðbótar í þessum fasa. Við ætlum að endurnýja öll þrettán á næstu tíu árunum en til þess þurfum við stuðning. Það er búið að styðja okkur ríflega í þessu fyrstu þrjú sem við klárum núna á þessu ári og næsta en svo þurfum við að halda áfram,“ segir Örn. Hvert nýju skipanna kostar 285 milljónir króna og hefur Landsbjörg safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma til að fjármagna verkefnið. Það bætti þó úr skák þegar félagið tryggði helmings fjármögnun smíðanna frá ríkinu og þegar Sjóvá lagði hönd á plóg, með ríflega 142 milljóna króna styrk. „Þetta er náttúrulega gríðarlega þarft verkefni og við erum afskaplega stolt af því að geta tekið þátt í þessu með Landsbjörgu og tryggja þannig öryggi sjófarenda um allt land,“ sagði Sigríður Vala Halldórsdóttir fjármálastjóri hjá Sjóvá.
Björgunarsveitir Sjóvá Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira