Nýtt björgunarskip styttir viðbragðshraða um helming Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. september 2022 13:07 Örn segir að viðbragðstími björgunarsveita batni til muna með tilkomu nýrra skipa. Vísir/Vilhelm Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Um er að ræða fyrsta skipið af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en með komu þeirra styttist viðbragðstími björgunarsveita á sjó um helming. Skipið er það fyrsta af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en þau eru smíðuð í Finnlandi. Landsbjörg stefnir á að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín en þau eru mikil búbót fyrir bæði björgunarsveitir og landsmenn. Þetta fyrsta verður sent til Vestmannaeyja og afhent næstkomandi laugardag. „Þörfin er rosalega brýn, við eigum fullt af björgunarskipum um allt land og þrettán stór björgunarskip sem við gerum út og þau eru gömul. Skipið í Vestmannaeyjum er smíðað 1993 og það er löngu kominn tími til að komast í nútímann. Í siglingatækjum, í búnaði, í hitamyndavélum og ýmsu öðru. Svo þörfin er mikil,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörguna hjá Landsbjörgu. Sjóvá styrkti björgunarsveitirnar um rúmar 140 milljónir til skipakaupanna.Vísir/Vilhelm Von er á öðru björgunarskipi í byrjun næsta árs og því þriðja um mitt árið. Upprunalega stóð til að annað skipið kæmi fyrir áramót en vegna íhlutaskorts vegna stríðsins í Evrópu seinkar afhendingu skipsins. „Við eigum von á tveimur til viðbótar í þessum fasa. Við ætlum að endurnýja öll þrettán á næstu tíu árunum en til þess þurfum við stuðning. Það er búið að styðja okkur ríflega í þessu fyrstu þrjú sem við klárum núna á þessu ári og næsta en svo þurfum við að halda áfram,“ segir Örn. Hvert nýju skipanna kostar 285 milljónir króna og hefur Landsbjörg safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma til að fjármagna verkefnið. Það bætti þó úr skák þegar félagið tryggði helmings fjármögnun smíðanna frá ríkinu og þegar Sjóvá lagði hönd á plóg, með ríflega 142 milljóna króna styrk. „Þetta er náttúrulega gríðarlega þarft verkefni og við erum afskaplega stolt af því að geta tekið þátt í þessu með Landsbjörgu og tryggja þannig öryggi sjófarenda um allt land,“ sagði Sigríður Vala Halldórsdóttir fjármálastjóri hjá Sjóvá. Björgunarsveitir Sjóvá Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Skipið er það fyrsta af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en þau eru smíðuð í Finnlandi. Landsbjörg stefnir á að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín en þau eru mikil búbót fyrir bæði björgunarsveitir og landsmenn. Þetta fyrsta verður sent til Vestmannaeyja og afhent næstkomandi laugardag. „Þörfin er rosalega brýn, við eigum fullt af björgunarskipum um allt land og þrettán stór björgunarskip sem við gerum út og þau eru gömul. Skipið í Vestmannaeyjum er smíðað 1993 og það er löngu kominn tími til að komast í nútímann. Í siglingatækjum, í búnaði, í hitamyndavélum og ýmsu öðru. Svo þörfin er mikil,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörguna hjá Landsbjörgu. Sjóvá styrkti björgunarsveitirnar um rúmar 140 milljónir til skipakaupanna.Vísir/Vilhelm Von er á öðru björgunarskipi í byrjun næsta árs og því þriðja um mitt árið. Upprunalega stóð til að annað skipið kæmi fyrir áramót en vegna íhlutaskorts vegna stríðsins í Evrópu seinkar afhendingu skipsins. „Við eigum von á tveimur til viðbótar í þessum fasa. Við ætlum að endurnýja öll þrettán á næstu tíu árunum en til þess þurfum við stuðning. Það er búið að styðja okkur ríflega í þessu fyrstu þrjú sem við klárum núna á þessu ári og næsta en svo þurfum við að halda áfram,“ segir Örn. Hvert nýju skipanna kostar 285 milljónir króna og hefur Landsbjörg safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma til að fjármagna verkefnið. Það bætti þó úr skák þegar félagið tryggði helmings fjármögnun smíðanna frá ríkinu og þegar Sjóvá lagði hönd á plóg, með ríflega 142 milljóna króna styrk. „Þetta er náttúrulega gríðarlega þarft verkefni og við erum afskaplega stolt af því að geta tekið þátt í þessu með Landsbjörgu og tryggja þannig öryggi sjófarenda um allt land,“ sagði Sigríður Vala Halldórsdóttir fjármálastjóri hjá Sjóvá.
Björgunarsveitir Sjóvá Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent