Innlent

Þor­steinn og Þór­hallur skipaðir héraðs­dómarar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þorsteinn Magnússon og Þórhallur Haukur Þorvaldsson eru nýir héraðsdómarar.
Þorsteinn Magnússon og Þórhallur Haukur Þorvaldsson eru nýir héraðsdómarar. Stjórnarráðið

Dómsmálaráðherra hefur skipað Þorstein Magnússon og Þórhall Hauk Þorvaldsson í embætti héraðsdómara. Þorsteinn mun hafa starfsstöð við héraðsdóm Reykjavíkur og Þórhallur við héraðsdóm Reykjaness. Þeir hefja störf 1. október næstkomandi.

Þorsteinn lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 2008 og hlaut viðbótardiplómu þaðan árið 2021. Árið 2010 öðlaðist hann réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi en frá árinu 2012 hefur hann gegnt starfi framkvæmdastjóra óbyggðanefndar auk þess að eiga sæti í nefndinni frá árinu 2016.

Þórhallur lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 1999 og lagði stund á nám við lagadeild Háskólans á Árósum árin 2005-2006. Á árunum 1999 til 2005 starfaði hann sem fulltrúi og staðgengill sýslumannsins á Blönduósi og Hvolsvelli. Hann var um skeið settur sýslumaður.

Í síðustu viku greindi Vísir frá því að dómnefnd hafi metið Þorstein hæfastan umsækjanda um embætti dómara en á eftir honum komu Þórhallur og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×