Hinsegin fólk óttast um hag sinn undir róttækri hægristjórn Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 14:01 Frá gleðigöngu hinsegin fólks í Róm í sumar. Gleði sumra er tekin að kárna eftir að hægrijaðarflokkar unnu sigur í þingkosningum um helgina. Vísir/EPA Orðræða og stefnuskrár tveggja róttækra hægriflokka sem unnu sigur í ítölsku þingkosningunum um helgina vekja ugg á meðal hinsegin fólks í landinu. Líklegasta forsætirsáðherraefnið hefur sagst óvinur „LGBT-þrýstihópsins“ og „kynjaðrar hugmyndafræði“. Kosningabandalag þriggja hægri flokka unnu sigur í þingkosningunum á Ítalíu um helgina. Útlit er því fyrir að tveir hægrijaðarflokkar, Bræðralag Ítalíu og Bandalagið, myndi ríkisstjórn með hægriflokki Silvios Berlusconi, Áfram Ítalíu, undir forsæti Giorgiu Meloni, leiðtoga Bræðralagsins. Meloni hefur lýst sjálfri sér sem varðhundi kristinna gilda og andstæðingi þess að samkynhneigð pör fái að ættleiða börn. Hún hefur þó neitað því að hún muni grafa undan eða afnema réttindi eins og til þungunarrofs eða hjónabanda samkynhneigðra sem er þegar kveðið á um í ítölskum lögum. Það hefur þó ekki dugað til þess að sefa áhyggjur hinsegin fólks, ekki síst í ljósi ummæla talsmanns Bræðralagsins í menningarmálum. Federico Mollicone sagðist meðal annars telja að samkynhneigð pör væru ekki lögleg í síðustu viku. Hann sagðist síðar aðeins hafa átt við samkynhneigð pör sem ættleiða börn. Fullyrðir hann að flokkurinn styðji rétt samkynhneigðra til að ganga í hjónaband þrátt fyrir að hann hafi greitt atkvæði gegn frumvarpi um það árið 2016. Hann stendur enn við kröfu um að þáttur um teiknimyndapersónuna Gurru grís sem er vinsæl á meðal barna verði ritskoðaður vegna þess að í honum á ein persónan tvær mæður. Mollicone telur ekki rétt að sýna börnum samkynhneigða foreldra eins og það sé „náttúruleg staðreynd“. Erfiðara að vinna gegn mismunun gegn hinsegin fólki Fabrizio Marrazzo frá samtökunum Samkynhneigða flokknum segir að hinsegin samfélagið hafi raunverulegar áhyggjur af borgaralegum réttindum undir nýrri ríkisstjórn. „Bandalagið og Bræðralag Ítalíu að hluta til hafa hluti í stefnuskrám sínum sem eru frekar neikvæðir fyrir samfélag okkar, eins og að leggja áherslu á að vernda aðeins hefðbundið fjölskyldumynstur,“ segir Marazzo við Reuters-fréttastofuna. Mestar áhyggjur segist hann þó hafa af þeim skilaboðum sem hægriflokkarnir sendi út í samfélagið. Hann telur að erfiðari gæti reynst að halda úti verkefnum til að berjast gegn mismunun hinsegin fólks í skólum. Þá hafi árásum á hinsegin fólks fjölgað í borgum og héruðum þar sem hægrimenn fara með stjórn. Ítalía Kosningar á Ítalíu Hinsegin Tengdar fréttir Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Kosningabandalag þriggja hægri flokka unnu sigur í þingkosningunum á Ítalíu um helgina. Útlit er því fyrir að tveir hægrijaðarflokkar, Bræðralag Ítalíu og Bandalagið, myndi ríkisstjórn með hægriflokki Silvios Berlusconi, Áfram Ítalíu, undir forsæti Giorgiu Meloni, leiðtoga Bræðralagsins. Meloni hefur lýst sjálfri sér sem varðhundi kristinna gilda og andstæðingi þess að samkynhneigð pör fái að ættleiða börn. Hún hefur þó neitað því að hún muni grafa undan eða afnema réttindi eins og til þungunarrofs eða hjónabanda samkynhneigðra sem er þegar kveðið á um í ítölskum lögum. Það hefur þó ekki dugað til þess að sefa áhyggjur hinsegin fólks, ekki síst í ljósi ummæla talsmanns Bræðralagsins í menningarmálum. Federico Mollicone sagðist meðal annars telja að samkynhneigð pör væru ekki lögleg í síðustu viku. Hann sagðist síðar aðeins hafa átt við samkynhneigð pör sem ættleiða börn. Fullyrðir hann að flokkurinn styðji rétt samkynhneigðra til að ganga í hjónaband þrátt fyrir að hann hafi greitt atkvæði gegn frumvarpi um það árið 2016. Hann stendur enn við kröfu um að þáttur um teiknimyndapersónuna Gurru grís sem er vinsæl á meðal barna verði ritskoðaður vegna þess að í honum á ein persónan tvær mæður. Mollicone telur ekki rétt að sýna börnum samkynhneigða foreldra eins og það sé „náttúruleg staðreynd“. Erfiðara að vinna gegn mismunun gegn hinsegin fólki Fabrizio Marrazzo frá samtökunum Samkynhneigða flokknum segir að hinsegin samfélagið hafi raunverulegar áhyggjur af borgaralegum réttindum undir nýrri ríkisstjórn. „Bandalagið og Bræðralag Ítalíu að hluta til hafa hluti í stefnuskrám sínum sem eru frekar neikvæðir fyrir samfélag okkar, eins og að leggja áherslu á að vernda aðeins hefðbundið fjölskyldumynstur,“ segir Marazzo við Reuters-fréttastofuna. Mestar áhyggjur segist hann þó hafa af þeim skilaboðum sem hægriflokkarnir sendi út í samfélagið. Hann telur að erfiðari gæti reynst að halda úti verkefnum til að berjast gegn mismunun hinsegin fólks í skólum. Þá hafi árásum á hinsegin fólks fjölgað í borgum og héruðum þar sem hægrimenn fara með stjórn.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Hinsegin Tengdar fréttir Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18