Hinsegin fólk óttast um hag sinn undir róttækri hægristjórn Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 14:01 Frá gleðigöngu hinsegin fólks í Róm í sumar. Gleði sumra er tekin að kárna eftir að hægrijaðarflokkar unnu sigur í þingkosningum um helgina. Vísir/EPA Orðræða og stefnuskrár tveggja róttækra hægriflokka sem unnu sigur í ítölsku þingkosningunum um helgina vekja ugg á meðal hinsegin fólks í landinu. Líklegasta forsætirsáðherraefnið hefur sagst óvinur „LGBT-þrýstihópsins“ og „kynjaðrar hugmyndafræði“. Kosningabandalag þriggja hægri flokka unnu sigur í þingkosningunum á Ítalíu um helgina. Útlit er því fyrir að tveir hægrijaðarflokkar, Bræðralag Ítalíu og Bandalagið, myndi ríkisstjórn með hægriflokki Silvios Berlusconi, Áfram Ítalíu, undir forsæti Giorgiu Meloni, leiðtoga Bræðralagsins. Meloni hefur lýst sjálfri sér sem varðhundi kristinna gilda og andstæðingi þess að samkynhneigð pör fái að ættleiða börn. Hún hefur þó neitað því að hún muni grafa undan eða afnema réttindi eins og til þungunarrofs eða hjónabanda samkynhneigðra sem er þegar kveðið á um í ítölskum lögum. Það hefur þó ekki dugað til þess að sefa áhyggjur hinsegin fólks, ekki síst í ljósi ummæla talsmanns Bræðralagsins í menningarmálum. Federico Mollicone sagðist meðal annars telja að samkynhneigð pör væru ekki lögleg í síðustu viku. Hann sagðist síðar aðeins hafa átt við samkynhneigð pör sem ættleiða börn. Fullyrðir hann að flokkurinn styðji rétt samkynhneigðra til að ganga í hjónaband þrátt fyrir að hann hafi greitt atkvæði gegn frumvarpi um það árið 2016. Hann stendur enn við kröfu um að þáttur um teiknimyndapersónuna Gurru grís sem er vinsæl á meðal barna verði ritskoðaður vegna þess að í honum á ein persónan tvær mæður. Mollicone telur ekki rétt að sýna börnum samkynhneigða foreldra eins og það sé „náttúruleg staðreynd“. Erfiðara að vinna gegn mismunun gegn hinsegin fólki Fabrizio Marrazzo frá samtökunum Samkynhneigða flokknum segir að hinsegin samfélagið hafi raunverulegar áhyggjur af borgaralegum réttindum undir nýrri ríkisstjórn. „Bandalagið og Bræðralag Ítalíu að hluta til hafa hluti í stefnuskrám sínum sem eru frekar neikvæðir fyrir samfélag okkar, eins og að leggja áherslu á að vernda aðeins hefðbundið fjölskyldumynstur,“ segir Marazzo við Reuters-fréttastofuna. Mestar áhyggjur segist hann þó hafa af þeim skilaboðum sem hægriflokkarnir sendi út í samfélagið. Hann telur að erfiðari gæti reynst að halda úti verkefnum til að berjast gegn mismunun hinsegin fólks í skólum. Þá hafi árásum á hinsegin fólks fjölgað í borgum og héruðum þar sem hægrimenn fara með stjórn. Ítalía Kosningar á Ítalíu Hinsegin Tengdar fréttir Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Kosningabandalag þriggja hægri flokka unnu sigur í þingkosningunum á Ítalíu um helgina. Útlit er því fyrir að tveir hægrijaðarflokkar, Bræðralag Ítalíu og Bandalagið, myndi ríkisstjórn með hægriflokki Silvios Berlusconi, Áfram Ítalíu, undir forsæti Giorgiu Meloni, leiðtoga Bræðralagsins. Meloni hefur lýst sjálfri sér sem varðhundi kristinna gilda og andstæðingi þess að samkynhneigð pör fái að ættleiða börn. Hún hefur þó neitað því að hún muni grafa undan eða afnema réttindi eins og til þungunarrofs eða hjónabanda samkynhneigðra sem er þegar kveðið á um í ítölskum lögum. Það hefur þó ekki dugað til þess að sefa áhyggjur hinsegin fólks, ekki síst í ljósi ummæla talsmanns Bræðralagsins í menningarmálum. Federico Mollicone sagðist meðal annars telja að samkynhneigð pör væru ekki lögleg í síðustu viku. Hann sagðist síðar aðeins hafa átt við samkynhneigð pör sem ættleiða börn. Fullyrðir hann að flokkurinn styðji rétt samkynhneigðra til að ganga í hjónaband þrátt fyrir að hann hafi greitt atkvæði gegn frumvarpi um það árið 2016. Hann stendur enn við kröfu um að þáttur um teiknimyndapersónuna Gurru grís sem er vinsæl á meðal barna verði ritskoðaður vegna þess að í honum á ein persónan tvær mæður. Mollicone telur ekki rétt að sýna börnum samkynhneigða foreldra eins og það sé „náttúruleg staðreynd“. Erfiðara að vinna gegn mismunun gegn hinsegin fólki Fabrizio Marrazzo frá samtökunum Samkynhneigða flokknum segir að hinsegin samfélagið hafi raunverulegar áhyggjur af borgaralegum réttindum undir nýrri ríkisstjórn. „Bandalagið og Bræðralag Ítalíu að hluta til hafa hluti í stefnuskrám sínum sem eru frekar neikvæðir fyrir samfélag okkar, eins og að leggja áherslu á að vernda aðeins hefðbundið fjölskyldumynstur,“ segir Marazzo við Reuters-fréttastofuna. Mestar áhyggjur segist hann þó hafa af þeim skilaboðum sem hægriflokkarnir sendi út í samfélagið. Hann telur að erfiðari gæti reynst að halda úti verkefnum til að berjast gegn mismunun hinsegin fólks í skólum. Þá hafi árásum á hinsegin fólks fjölgað í borgum og héruðum þar sem hægrimenn fara með stjórn.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Hinsegin Tengdar fréttir Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18