Blautur furðuleikur skemmdi fyrir Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2022 09:31 Benjamin Kallman og Nikola Vukcevic í baráttunni í einum af pollunum á vellinum í Podgorica í gærkvöld. Getty/Filip Filipovic Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM í Þýskalandi. Vonin um sæti í næstefsta flokki hvarf í ansi furðulegum leik Svartfjallalands og Finnlands í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Ísland hefði með sigri gegn Albaníu í kvöld mögulega getað komist í 2. styrkleikaflokk, með liðum á borð við England og Frakkland, en þarf að gera sér að góðu sæti í 3. flokki. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli á Evrópumótið, og nú er ljóst að Ísland þarf að minnsta kosti að slá við tveimur liðum sem eru hærra skráð en Ísland. En af hverju skipti einhver leikur í Svartfjallalandi máli í þessu sambandi? Málið er að lokastaða í Þjóðadeildinni, sem er að klárast í þessari viku (fyrir utan úrslitakeppni sem skiptir ekki máli í þessu sambandi), ræður röðun í styrkleikaflokka. Tíu efstu liðin úr A-deild Þjóðadeildar fara því í efsta styrkleikaflokk. Þýskaland er ekki talið með vegna þess að liðið er gestgjafi EM og fer ekki í undankeppnina. Fimm áminntir og einn fékk rautt í fyrri hálfleik Síðustu fimm liðin í A-deildinni fara svo í 2. styrkleikaflokk ásamt liðunum fjórum sem vinna sinn riðil í B-deildinni, og liðinu með bestan árangur í 2. sæti í B-deildinni (í því sambandi eru úrslit gegn neðsta liði hvers riðils strokuð út vegna þess að Rússland, sem dróst í riðil með Íslandi, var rekið úr keppni). Ísland hefði getað orðið það lið sem náði bestum árangri í 2. sæti í B-deild en með 2-0 útisigri sínum í gær eru Finnar öruggir um 2. sæti í sínum riðli og betri árangur en Ísland. Leikur Svartfjallalands og Finnlands í gær vakti athygli því heimamenn virtust eitthvað vanstilltir í fyrri hálfleik og uppskáru fjölda spjalda. Þar af fékk Zarko Tomasevic tvö gul og þar með rautt strax á 17. mínútu, en auðvelt var að renna til á rennblautum vellinum. Fimm aðrir fengu áminningu í fyrri hálfleiknum. Is there a war between Montenegro and Finland I didn t know about? pic.twitter.com/kdG4SPGkq4— Joshua Picken (@pickjo_507) September 26, 2022 Manni fleiri náðu Finnar svo að skora tvö mörk snemma í seinni hálfleik. Lætin voru ekki þau sömu og í fyrri hálfleik en þó fékk þjálfari Svartfjallalands, Miodrag Radulovic, rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Lærisveinar hans náðu hins vegar ekki að jafna metin sem hefði getað reynst íslenska landsliðinu svo dýrmætt, og Finnar fögnuðu kærkomnum sigri. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Ísland hefði með sigri gegn Albaníu í kvöld mögulega getað komist í 2. styrkleikaflokk, með liðum á borð við England og Frakkland, en þarf að gera sér að góðu sæti í 3. flokki. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli á Evrópumótið, og nú er ljóst að Ísland þarf að minnsta kosti að slá við tveimur liðum sem eru hærra skráð en Ísland. En af hverju skipti einhver leikur í Svartfjallalandi máli í þessu sambandi? Málið er að lokastaða í Þjóðadeildinni, sem er að klárast í þessari viku (fyrir utan úrslitakeppni sem skiptir ekki máli í þessu sambandi), ræður röðun í styrkleikaflokka. Tíu efstu liðin úr A-deild Þjóðadeildar fara því í efsta styrkleikaflokk. Þýskaland er ekki talið með vegna þess að liðið er gestgjafi EM og fer ekki í undankeppnina. Fimm áminntir og einn fékk rautt í fyrri hálfleik Síðustu fimm liðin í A-deildinni fara svo í 2. styrkleikaflokk ásamt liðunum fjórum sem vinna sinn riðil í B-deildinni, og liðinu með bestan árangur í 2. sæti í B-deildinni (í því sambandi eru úrslit gegn neðsta liði hvers riðils strokuð út vegna þess að Rússland, sem dróst í riðil með Íslandi, var rekið úr keppni). Ísland hefði getað orðið það lið sem náði bestum árangri í 2. sæti í B-deild en með 2-0 útisigri sínum í gær eru Finnar öruggir um 2. sæti í sínum riðli og betri árangur en Ísland. Leikur Svartfjallalands og Finnlands í gær vakti athygli því heimamenn virtust eitthvað vanstilltir í fyrri hálfleik og uppskáru fjölda spjalda. Þar af fékk Zarko Tomasevic tvö gul og þar með rautt strax á 17. mínútu, en auðvelt var að renna til á rennblautum vellinum. Fimm aðrir fengu áminningu í fyrri hálfleiknum. Is there a war between Montenegro and Finland I didn t know about? pic.twitter.com/kdG4SPGkq4— Joshua Picken (@pickjo_507) September 26, 2022 Manni fleiri náðu Finnar svo að skora tvö mörk snemma í seinni hálfleik. Lætin voru ekki þau sömu og í fyrri hálfleik en þó fékk þjálfari Svartfjallalands, Miodrag Radulovic, rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Lærisveinar hans náðu hins vegar ekki að jafna metin sem hefði getað reynst íslenska landsliðinu svo dýrmætt, og Finnar fögnuðu kærkomnum sigri.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira