Erlent

Þrettán látnir eftir skot­á­rás í skóla í Rúss­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið sjálfan sig eftir árásina. Myndin er tekin á vettvangi.
Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið sjálfan sig eftir árásina. Myndin er tekin á vettvangi. AP

Að minnsta kosti þrettán eru látnir og fjöldi manns særður eftir að maður hóf skotárás í skóla í rússneska bænum Izhevsk í morgun.

Tass segir frá þessu og hefur eftir Alexander Brechalov, ríkisstjóra í Udmurtia, að árásarmaðurinn hafi komist inn í grunnskólann, skotið að minnsta kosti tvo öryggisverði, tvo kennara og sjö börn til bana. 

Um er að ræða skóla númer 88 í borginni þar sem í eru börn í fyrsta til ellefta bekk grunnskóla. Brechalov og lögreglu segja að árásarmaðurinn eigi svo að hafa skotið sjálfan sig.

Búið er að rýma skólann og girða af svæði í kringum hann. Lítið hefur verið gefið upp um árásarmanninn eða ástæður árásarinnar að svo stöddu, en rússneskir fjölmiðlar segja hann hafa verið 25 ára.

Izhevsk er borg vestur af Úralfjöllum, um þúsund kílómetra austur af Moskvu. Íbúar eru um 640 þúsund talsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.