Fótbolti

Sout­hgate reynir að róa bresku pressuna: „Ég er rétti maðurinn“

Atli Arason skrifar
Gareth Southgate er þjálfari enska landsliðsins
Gareth Southgate er þjálfari enska landsliðsins EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA

Nú þegar tæpir tvær mánuðir eru í fyrsta leik Englands á HM í Katar standa öll spjót bresku pressunnar á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

England féll úr A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 1-0 tap gegn Ítalíu á föstudaginn. England hefur ekki skorað mark úr opnum leik í Þjóðadeildinni í ár og eðlilega var Southgate spurður af því hvort hann væri orðinn valtur í sessi.

„Ég held að ég sé rétti maðurinn til að fara með liðið á HM. Það er stöðugra þannig, án vafa,“ svaraði Southgate

England hefur ekki unnið fótboltaleik í hálft ár eða síðan liðið vann Fílabeinsströndina í vináttuleik í mars á þessu ári. Southgate hefur verið gagnrýndur fyrir þriggja manna varnarlínu sína en hann ætlar þó ekki að breyta til.

„Þriggja manna vörn gefur okkur flesta möguleika næstu mánuðina. Við erum með mikla breidd í þeirri stöðu þannig ef við lendum í einhverjum óvæntum meiðslum þá þurfum við ekki að breyta leikkerfinu alveg frá grunni,“ sagði Southgate.

Fyrsti leikur Englands á HM er gegn Íran þann 21. nóvember. Síðasti leikur liðsins fyrir HM er gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni annað kvöld.


Tengdar fréttir

„Per­sónu­lega fannst mér frammi­staðan vera skref í rétta átt“

„Það er erfitt fyrir að vera of gagnrýninn á frammistöðuna. Við vorum meira með boltann, áttum fleiri skot og fleiri skot á markið sjálft,“ sagði Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, eftir 1-0 tap Englands í Mílanó á Ítalíu. Tapið þýðir að England er fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Eng­land getur ekki skorað og er fallið úr A-deild

Ítalía lagði England 1-0 í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildarinnar. Var þetta þriðja tap Englands í fimm leikjum og ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild. Í leikjunum fimm hefur England aðeins skorað eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×