„Mjög gott lið og þetta verður svakalegur leikur“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 12:01 Davíð Snorri Jónasson er þjálfari U21-landsliðsins og hefur þegar tekið þátt í einni lokakeppni EM, þegar hann var nýorðin þjálfari liðsins árið 2021. vísir/Arnar „Hér eru leikmenn framtíðarinnar að spila, úrslitaleik á heimavelli. Þetta eru efnilegir strákar sem að munu spila góða rullu fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni. Það er tími til að koma hingað [í dag] og horfa á tvö góð lið og flotta leikmenn spila fótbolta.“ Þetta segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, en liðið mætir Tékklandi klukkan 16 á Víkingsvelli í umspili um sæti í lokakeppni EM. Íslensku strákunum tókst með dramatískum hætti að skjóta sér upp fyrir Grikkland og inn í umspilið, og er nú aðeins leikjunum tveimur við Tékka frá því að komast á EM í þriðja sinn í sögu íslenska U21-landsliðsins. „Hljóðið er mjög gott í mönnum. Þeir eru einbeittir og það er mikil gleði og yfirvegun í hópnum. Ég hlakka til að sjá okkur spila fyrir framan geggjaða íslenska áhorfendur [í dag],“ segir Davíð Snorri en hann ræddi við Vísi fyrir æfingu í gær. Tékkarnir hafa hins vegar sýnt hversu öflugir þeir eru. „Möguleikarnir eru bara góðir“ „Þetta er mjög gott lið. Kraftmikið lið. Þeir eru tilbúnir í að pressa okkur og geta blandað sóknarleiknum sínum með bæði stuttu spili og löngum sendingum ef þess þarf. Við erum búnir að undirbúa okkur vel og verðum klárir. Þetta er mjög gott lið og þetta verður svakalegur leikur,“ segir Davíð Snorri sem hefur hins vegar fulla trú á sínu liði: „Ég er mjög ánægður með hópinn og hef verið það í gegnum alla keppnina. Möguleikarnir eru bara góðir. Ég held að þetta verði jafnt og muni ráðast á litlum atriðum, og við erum undirbúnir fyrir það að vera mjög góðir í einföldu hlutunum.“ Klippa: Davíð Snorri um leikina sem gætu komið Íslandi á EM Útskýrði valið á markverði í stað varnarmanns Frá því að Davíð Snorri kynnti landsliðshóp sinn síðasta föstudag hefur hann þurft að gera tvær breytingar vegna meiðsla. Kristall Máni Ingason og Finnur Tómas Pálmason urðu að draga sig út úr hópnum en Davíð kallaði á Svein Margeir Hauksson í stað Kristals og svo óvænt markvörðinn Ólaf Kristófer Helgason fyrir miðvörðinn Finn. Davíð segir það þó eiga sér eðlilegar skýringar en í hópnum sem valinn var á föstudag voru aðeins tveir markverðir: „Ég var búinn að tala við Óla í síðustu viku um að vera með okkur. Hann er búinn að vera að æfa með okkur og hugmyndin var alltaf að gera breytingu fyrir seinni leikinn, til að taka þrjá markmenn með út. Fyrst við þurftum að gera breytingu núna þá gerðum við þetta bara strax. Sveinn Margeir er svo búinn að standa sig mjög vel í góðu liði KA, er ferskur og kemur á fullri ferð inn.“ Landslið karla í fótbolta EM U21 í fótbolta 2023 Fótbolti Tengdar fréttir „Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“ „Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag. 23. september 2022 09:32 Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM. 22. september 2022 22:16 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Þetta segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, en liðið mætir Tékklandi klukkan 16 á Víkingsvelli í umspili um sæti í lokakeppni EM. Íslensku strákunum tókst með dramatískum hætti að skjóta sér upp fyrir Grikkland og inn í umspilið, og er nú aðeins leikjunum tveimur við Tékka frá því að komast á EM í þriðja sinn í sögu íslenska U21-landsliðsins. „Hljóðið er mjög gott í mönnum. Þeir eru einbeittir og það er mikil gleði og yfirvegun í hópnum. Ég hlakka til að sjá okkur spila fyrir framan geggjaða íslenska áhorfendur [í dag],“ segir Davíð Snorri en hann ræddi við Vísi fyrir æfingu í gær. Tékkarnir hafa hins vegar sýnt hversu öflugir þeir eru. „Möguleikarnir eru bara góðir“ „Þetta er mjög gott lið. Kraftmikið lið. Þeir eru tilbúnir í að pressa okkur og geta blandað sóknarleiknum sínum með bæði stuttu spili og löngum sendingum ef þess þarf. Við erum búnir að undirbúa okkur vel og verðum klárir. Þetta er mjög gott lið og þetta verður svakalegur leikur,“ segir Davíð Snorri sem hefur hins vegar fulla trú á sínu liði: „Ég er mjög ánægður með hópinn og hef verið það í gegnum alla keppnina. Möguleikarnir eru bara góðir. Ég held að þetta verði jafnt og muni ráðast á litlum atriðum, og við erum undirbúnir fyrir það að vera mjög góðir í einföldu hlutunum.“ Klippa: Davíð Snorri um leikina sem gætu komið Íslandi á EM Útskýrði valið á markverði í stað varnarmanns Frá því að Davíð Snorri kynnti landsliðshóp sinn síðasta föstudag hefur hann þurft að gera tvær breytingar vegna meiðsla. Kristall Máni Ingason og Finnur Tómas Pálmason urðu að draga sig út úr hópnum en Davíð kallaði á Svein Margeir Hauksson í stað Kristals og svo óvænt markvörðinn Ólaf Kristófer Helgason fyrir miðvörðinn Finn. Davíð segir það þó eiga sér eðlilegar skýringar en í hópnum sem valinn var á föstudag voru aðeins tveir markverðir: „Ég var búinn að tala við Óla í síðustu viku um að vera með okkur. Hann er búinn að vera að æfa með okkur og hugmyndin var alltaf að gera breytingu fyrir seinni leikinn, til að taka þrjá markmenn með út. Fyrst við þurftum að gera breytingu núna þá gerðum við þetta bara strax. Sveinn Margeir er svo búinn að standa sig mjög vel í góðu liði KA, er ferskur og kemur á fullri ferð inn.“
Landslið karla í fótbolta EM U21 í fótbolta 2023 Fótbolti Tengdar fréttir „Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“ „Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag. 23. september 2022 09:32 Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM. 22. september 2022 22:16 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
„Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“ „Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag. 23. september 2022 09:32
Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM. 22. september 2022 22:16
„Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01