Fótbolti

Upplausn eftir tapið fyrir Víkingi: Þjálfarinn entist í tíu daga

Valur Páll Eiríksson skrifar
Nikolaj Hansen í baráttunni við leikmenn Levadia í 6-1 sigri Víkinga í sumar.
Nikolaj Hansen í baráttunni við leikmenn Levadia í 6-1 sigri Víkinga í sumar. Vísir/Hulda Margrét

Levadia Tallinn, sem féll úr keppni fyrir Víkingi í Meistaradeild Evrópu fyrr í sumar, hefur rekið nýjan þjálfara sinn eftir aðeins einn leik. Félagið hefur farið í gegnum nokkra þjálfara frá tapinu í sumar.

Eistinn Vladimir Vassiljev stýrði Levadia í 6-1 tapi liðsins fyrir Víkingi þann 21. júní, ásamt Serbanum Marko Savic. Þeim var sagt upp störfum skömmu eftir það tap, þann 2. júlí.

Serbinn Ivan Stojkovic tók þá við liðinu en hann entist ekki lengi og var rekinn eftir rúma tvö mánuði, þann 12. september síðastliðinn. Úkraínumaðurinn Maksum Kalynychenko tók við af honum sama dag.

Kalynychenko stýrði Levadia í einum leik, 3-2 tapi fyrir Kuressaare í deildinni þann 18. september. Hann var í kjölfarið látinn taka poka sinn í gær eftir aðeins tíu daga í starfi.

Rússinn Nikita Andreev, þjálfari U21 árs liðs félagsins, er nú tekinn við aðalliðinu og er fimmti þjálfarinn til að stýra liðinu á leiktíðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.