Halla hættir sem framkvæmdastjóri ASÍ: „Síðustu ár hafa einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. september 2022 15:34 Halla Gunnarsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri ASÍ undanfarin tvö ár. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir hefur tilkynnt að hún muni ekki snúa til baka til starfa sem framkvæmdastjóri ASÍ eftir afsögn Drífu Snædal. Hún segir að um skemmtilegt og lærdómsríkt ferli hafi verið að ræða en síðustu ár hafi einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi og vinnuskilyrðin hafi oft verið óbærileg. Vonandi takist að leysa einhverja hnúta og komast að samkomulagi fyrir veturinn. Halla tók við sem framkvæmdastjóri árið 2020 og segir hún það ekkert leyndarmál að hún hafi komið þangað til að vinna með Drífu Snædal, sem var kjörinn forseti Alþýðusambandsins árið 2018. Drífa sagði þó af sér í síðasta mánuði og vísaði til óbærilegra samskipta við formenn VR og Eflingar. „Ég tel bæði rétt og eðlilegt að nýr forseti fái til sín framkvæmdastjóra sem hann treystir og á trúnað hjá. Á næstu vikum mun ég skila af mér og vera nýjum forseta og framkvæmdastjóra innan handar eftir þörfum, en síðan skilja leiðir“ skrifar Halla á Facebook síðu sinni. Hún kveðst stolt af þeim verkefnum sem hún hafi komið að hjá ASÍ og þeim málum sem Drífa hafi sett á oddinn. „Það hefur verið skemmtilegt og lærdómsríkt að starfa með þeim sterka og öfluga starfsmannahópi sem starfar innan ASÍ og ég hef farið fyrir og átt þátt í að byggja upp. Sama má segja um bæði forystufólk og starfsfólk aðildarfélaga ASÍ, innan félaganna er gríðarleg reynsla og þekking sem ég hef fengið að njóta góðs af,“ segir Halla. Átökin hafi dregið þrótt úr hreyfingunni Ólgan sem nú er til staðar innan verkalýðshreyfingarinnar og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafi þó haft gríðarleg áhrif. „Síðustu ár hafa einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi, eins og komið hefur fram opinberlega. Vinnuskilyrðin hafa oft verið óbærileg. Starfsfólk ASÍ, þar á meðal ég, hefur verið dregið inn í opinbera umræðu þar sem það á erfitt með að svara fyrir sig. Að mínu mati hefur þetta dregið þrótt úr hreyfingunni, sem kemur niður á launafólki og almenningi á Íslandi,“ segir Halla. Önnur verkalýðsfélög hafa lýst yfir áhyggjum af þeirri ólgu sem er til staðar, ekki síst þar sem það styttist í erfiðar kjaraviðræður. Kosið verður um nýjan forseta á þingi sambandsins í október en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur gefið það út að hann sækist eftir embættinu og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gefur kost á sér til embættis annars varaforseta. „Ég vona að á komandi þingi ASÍ takist að leysa einhverja af þeim hnútum sem hafa verið hnýttir á síðustu misserum og komast að minnsta kosti að samkomulagi um hvernig sambandið á að halda á spilunum þennan vetur kjaraviðræðna. Launafólk á Íslandi á verkalýðshreyfinguna og það er okkar allra að standa vörð um sameinaða og öfluga verkalýðshreyfingu á Íslandi. Við eigum mikið undir henni,“ segir Halla. Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vistaskipti Tengdar fréttir „Skylda okkar að taka slaginn“ Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt að hún muni gefa kost á sér til embættis annars varaforseta ASÍ. 18. september 2022 16:15 Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22 Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. 15. september 2022 11:55 ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ. 14. september 2022 12:09 Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Halla tók við sem framkvæmdastjóri árið 2020 og segir hún það ekkert leyndarmál að hún hafi komið þangað til að vinna með Drífu Snædal, sem var kjörinn forseti Alþýðusambandsins árið 2018. Drífa sagði þó af sér í síðasta mánuði og vísaði til óbærilegra samskipta við formenn VR og Eflingar. „Ég tel bæði rétt og eðlilegt að nýr forseti fái til sín framkvæmdastjóra sem hann treystir og á trúnað hjá. Á næstu vikum mun ég skila af mér og vera nýjum forseta og framkvæmdastjóra innan handar eftir þörfum, en síðan skilja leiðir“ skrifar Halla á Facebook síðu sinni. Hún kveðst stolt af þeim verkefnum sem hún hafi komið að hjá ASÍ og þeim málum sem Drífa hafi sett á oddinn. „Það hefur verið skemmtilegt og lærdómsríkt að starfa með þeim sterka og öfluga starfsmannahópi sem starfar innan ASÍ og ég hef farið fyrir og átt þátt í að byggja upp. Sama má segja um bæði forystufólk og starfsfólk aðildarfélaga ASÍ, innan félaganna er gríðarleg reynsla og þekking sem ég hef fengið að njóta góðs af,“ segir Halla. Átökin hafi dregið þrótt úr hreyfingunni Ólgan sem nú er til staðar innan verkalýðshreyfingarinnar og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafi þó haft gríðarleg áhrif. „Síðustu ár hafa einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi, eins og komið hefur fram opinberlega. Vinnuskilyrðin hafa oft verið óbærileg. Starfsfólk ASÍ, þar á meðal ég, hefur verið dregið inn í opinbera umræðu þar sem það á erfitt með að svara fyrir sig. Að mínu mati hefur þetta dregið þrótt úr hreyfingunni, sem kemur niður á launafólki og almenningi á Íslandi,“ segir Halla. Önnur verkalýðsfélög hafa lýst yfir áhyggjum af þeirri ólgu sem er til staðar, ekki síst þar sem það styttist í erfiðar kjaraviðræður. Kosið verður um nýjan forseta á þingi sambandsins í október en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur gefið það út að hann sækist eftir embættinu og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gefur kost á sér til embættis annars varaforseta. „Ég vona að á komandi þingi ASÍ takist að leysa einhverja af þeim hnútum sem hafa verið hnýttir á síðustu misserum og komast að minnsta kosti að samkomulagi um hvernig sambandið á að halda á spilunum þennan vetur kjaraviðræðna. Launafólk á Íslandi á verkalýðshreyfinguna og það er okkar allra að standa vörð um sameinaða og öfluga verkalýðshreyfingu á Íslandi. Við eigum mikið undir henni,“ segir Halla.
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vistaskipti Tengdar fréttir „Skylda okkar að taka slaginn“ Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt að hún muni gefa kost á sér til embættis annars varaforseta ASÍ. 18. september 2022 16:15 Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22 Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. 15. september 2022 11:55 ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ. 14. september 2022 12:09 Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
„Skylda okkar að taka slaginn“ Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt að hún muni gefa kost á sér til embættis annars varaforseta ASÍ. 18. september 2022 16:15
Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22
Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. 15. september 2022 11:55
ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ. 14. september 2022 12:09
Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?