Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2022 10:13 Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ og Rafiðnaðarsambandsins. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. Kristján Þórður greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni, en hann tók við forsetaembættinu í síðasta mánuði eftir að Drífa Snædal tilkynnti um afsögn sína þann 10. ágúst síðastliðinn. Kristján Þórður segir hafa fengið mikla hvatningu eftir að hafa fengið forsetaembættið óvænt í fangið, en að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í forsetann að svo stöddu heldur einbeita sér að verkefnum RSÍ. „Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna,“ segir Kristján Þórður. Lesa má færslu Kristjáns Þórðar í heild sinni að neðan: Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við. Enn hefur enginn tilkynnt um framboð til forseta ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið orðaður við embættið og hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagt að hann vilji sjá Ragnar Þór í embættinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt að hún ætli sér ekki að bjóða sig fram í embættið. ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Kristján Þórður greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni, en hann tók við forsetaembættinu í síðasta mánuði eftir að Drífa Snædal tilkynnti um afsögn sína þann 10. ágúst síðastliðinn. Kristján Þórður segir hafa fengið mikla hvatningu eftir að hafa fengið forsetaembættið óvænt í fangið, en að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í forsetann að svo stöddu heldur einbeita sér að verkefnum RSÍ. „Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna,“ segir Kristján Þórður. Lesa má færslu Kristjáns Þórðar í heild sinni að neðan: Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við. Enn hefur enginn tilkynnt um framboð til forseta ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið orðaður við embættið og hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagt að hann vilji sjá Ragnar Þór í embættinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt að hún ætli sér ekki að bjóða sig fram í embættið.
Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við.
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira