Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Snorri Másson skrifar 10. ágúst 2022 11:23 Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ Drífa var kjörin forseti Alþýðusambandsins í október 2018 og tók þá við af Gylfa Arnbjörnssyni. Áður hafði hún verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins frá 2012 og þar á undan framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Kjörtímabil Drífu hefur verið stormasamt, einkum í seinni tíð, eftir því sem mótstaðan sem hún hefur mætt frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Ragnari Þór Ingólfssynsi hefur ágerst. Nú er komið að leiðarlokum - Drífa er hætt, tveimur mánuðum fyrir ársþing í október. „Ég óttaðist eiginlega meira að vinna kosninguna heldur en að tapa henni,“ segir Drífa en horfa má á viðtalið við hana í heild hér að ofan. Ef Drífa hefði boðið sig fram hefði það raunar talist ansi bratt, enda blasir við að blokk Ragnars Þórs í VR, Sólveigar Önnu í Eflingu og Vilhjálms Birgissonar í Starfsgreinasambandinu er komin með meirihluta innan sambandsins. Drífa nefnir Ragnar og Sólveigu sérstaklega. Við undirritun lífskjarasamninga 2019. Það hefur andað köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október - embættið er nú laust.Vísir/Vilhelm „Það er ekkert launungarmál að það hafa verið erfið samskipti. Ég á ekki samleið með formönnum í tveimur stærstu stéttarfélögunum innan ASÍ. Ég skil ekki alveg á hvaða vegferð þau eru. Það hefur gert mér störfin erfið og á köflum óbærileg. Ég gat ekki ímyndað mér eða hugsað mér að vera í þeirri stöðu að sitja áfram. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru engum til sóma og óbærileg fyrir held ég flesta,“ segir Drífa. Drífa segir að búið sé að lýsa því yfir að upp sé komin ákveðin valdablokk innan hreyfingarinnar, sem hún sé ekki hluti af. Henni þyki miður að þetta sé orðið svona, enda telji hún að hreyfingin eigi að vera sameinuð. En hreinlegast sé að hún hætti, úr því að svona er komið. Ertu að þessu leyti að gefa eftir, og afhenda þeim hreyfinguna? „Hreyfingin verður að hafa afl til að fara þá leið sem hún vill fara. Það er þá bara úr mínum höndum. Ég hafði ekki það afl sem ég þurfti,“ segir Drífa. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru að sögn Drífu orðin það slæm, að eitthvað hlýtur að gefa eftir. Hún viti þó ekki hvað. „Það er hægt að fara með svona samskipti í gegnum einar, jafnvel tvennar kjaraviðræður. En það að vega stöðugt að eigin félögum er ekki sjálfbært til lengdar. Þannig að ég óttast það hvað gerist í framtíðinni,“ segir Drífa. Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafa ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um viðtal. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Drífa var kjörin forseti Alþýðusambandsins í október 2018 og tók þá við af Gylfa Arnbjörnssyni. Áður hafði hún verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins frá 2012 og þar á undan framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Kjörtímabil Drífu hefur verið stormasamt, einkum í seinni tíð, eftir því sem mótstaðan sem hún hefur mætt frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Ragnari Þór Ingólfssynsi hefur ágerst. Nú er komið að leiðarlokum - Drífa er hætt, tveimur mánuðum fyrir ársþing í október. „Ég óttaðist eiginlega meira að vinna kosninguna heldur en að tapa henni,“ segir Drífa en horfa má á viðtalið við hana í heild hér að ofan. Ef Drífa hefði boðið sig fram hefði það raunar talist ansi bratt, enda blasir við að blokk Ragnars Þórs í VR, Sólveigar Önnu í Eflingu og Vilhjálms Birgissonar í Starfsgreinasambandinu er komin með meirihluta innan sambandsins. Drífa nefnir Ragnar og Sólveigu sérstaklega. Við undirritun lífskjarasamninga 2019. Það hefur andað köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október - embættið er nú laust.Vísir/Vilhelm „Það er ekkert launungarmál að það hafa verið erfið samskipti. Ég á ekki samleið með formönnum í tveimur stærstu stéttarfélögunum innan ASÍ. Ég skil ekki alveg á hvaða vegferð þau eru. Það hefur gert mér störfin erfið og á köflum óbærileg. Ég gat ekki ímyndað mér eða hugsað mér að vera í þeirri stöðu að sitja áfram. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru engum til sóma og óbærileg fyrir held ég flesta,“ segir Drífa. Drífa segir að búið sé að lýsa því yfir að upp sé komin ákveðin valdablokk innan hreyfingarinnar, sem hún sé ekki hluti af. Henni þyki miður að þetta sé orðið svona, enda telji hún að hreyfingin eigi að vera sameinuð. En hreinlegast sé að hún hætti, úr því að svona er komið. Ertu að þessu leyti að gefa eftir, og afhenda þeim hreyfinguna? „Hreyfingin verður að hafa afl til að fara þá leið sem hún vill fara. Það er þá bara úr mínum höndum. Ég hafði ekki það afl sem ég þurfti,“ segir Drífa. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru að sögn Drífu orðin það slæm, að eitthvað hlýtur að gefa eftir. Hún viti þó ekki hvað. „Það er hægt að fara með svona samskipti í gegnum einar, jafnvel tvennar kjaraviðræður. En það að vega stöðugt að eigin félögum er ekki sjálfbært til lengdar. Þannig að ég óttast það hvað gerist í framtíðinni,“ segir Drífa. Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafa ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um viðtal.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent