Innlent

„Skylda okkar að taka slaginn“

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sólveig Anna hefur ákveðið að gefa kost á sér. 
Sólveig Anna hefur ákveðið að gefa kost á sér.  Vísir/Vilhelm

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt að hún muni gefa kost á sér til embættis annars varaforseta ASÍ.

Í tilkynningu sinni segir Sólveig að hún trúi því að með nýjum áherslum sé hægt að umbreyta Alþýðusambandinu en hún hafi áður haft slæma reynslu af starfi innan sambandsins.

Hún vilji með framboði sínu bregðast við hvatningu sem hún hafi fengið frá félögum Eflingar, til þess að verka- og láglaunafólk eigi sterka rödd innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún segist jafnframt styðja framboð Ragnars Þórs Ingólfssonar, sem er núverandi formaður VR, til formanns ASÍ heilshugar.

„Ég hef þá trú að þingi ASÍ 10.-12. október næstkomandi geti skapast sögulegt tækifæri til að gera ASÍ að því afli sem það getur orðið og á að vera: breytingaafl fyrir réttlæti og mótstöðuafl gegn óréttlæti,“ segir í tilkynningunni.

Hún hvetur félagsfólk Alþýðusambandsins til þess að koma með henni og Ragnari í þetta verkefni. Andstæðingar þeirra séu margir og einbeittir en það sé skylda þeirra að taka slaginn.

Tilkynningu Sólveigar má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vill fá Sólveigu Önnu með sér

Ragnar Þór Ingólfsson hefur lýst því yfir að hann vilji að Sólveig Anna Jónsdóttir verði annar varaforseti Alþýðusambandins. Sjálfur hefur hann gefið kost á sér sem forseti ASÍ.

Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. 

Kristján Þórður býður sig ekki fram til for­seta ASÍ

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi.

Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.