Skammaði þingmenn en ruglaðist sjálfur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 14:19 Birgir Ármannsson er forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Birgir Ármansson, forseti Alþingis, var með örlítið málfarshorn á Alþingi í morgun. Þar skammaði hann þingmenn fyrir að ávarpa ekki aðra þingmenn í þriðju persónu. Honum urðu þó reyndar sjálfum á mistök sem hann þurfti síðar að leiðrétta. Óundirbúinn fyrirspurnartími var á Alþingi í morgun. Þar sátu ýmsir ráðherrar fyrir svörum, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Áður en hún svaraði fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanni Flokks fólksins, greip Birgir þó í taumana. „Hvað sagði ég?“ Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á að persónufornöfnin við og þið hafi heyrst í pontu Alþingis í morgun, en hefð er fyrir því að þingmenn ávarpi aðra þingmenn í þriðju persónu. „Forseti vill minna háttvirta þingmenn á að ávarpa aðra þingmenn ekki í fyrstu persónu, hvorki eintölu né fleirtölu,“ sagði Birgir og horfði um leið á Katrínu sem situr ekki langt frá sæti forseta Alþingis. „Hvað sagði ég?“ heyrðist þá Katrín spyrja Birgi og virtist hún nokkuð hissa á augngotum Birgis. „Þetta á ekki bara við um hæstvirtan forsætisráðherra heldur fleiri sem hér hafa tekið til máls í dag og síðustu daga, að gæta sín að beina máli sínu til forseta þegar að aðrir þingmenn, einn eða fleiri, eru nefndir að tala um þá í þriðju persónu en ekki fyrstu persónu,“ sagði Birgir. Þingfundur hélt áfram en aðeins nokkrar mínútur liðu þangað til Birgir áttaði sig á því að hann hafði sjálfur gert gert mistök er hann skammaði þingmenn fyrir að ávarpa þingmenn í fyrstu persónu. „Forseti vill um leið geta þess að forseta urðu á mistök hérna áðan þegar hann vísaði til fyrstu persónu en ekki annarrar persónu. Þannig að hér í málfarshorninu þá verður það skráð að forseti átti við aðra persónu, ekki fyrstu persónu en minnir þingmenn samt á að nota þriðju persónuna,“ sagði Birgir og uppskar nokkurn hlátur frá viðstöddum. Alþingi Tengdar fréttir Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. 22. september 2022 13:16 Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. 22. september 2022 11:11 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Óundirbúinn fyrirspurnartími var á Alþingi í morgun. Þar sátu ýmsir ráðherrar fyrir svörum, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Áður en hún svaraði fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanni Flokks fólksins, greip Birgir þó í taumana. „Hvað sagði ég?“ Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á að persónufornöfnin við og þið hafi heyrst í pontu Alþingis í morgun, en hefð er fyrir því að þingmenn ávarpi aðra þingmenn í þriðju persónu. „Forseti vill minna háttvirta þingmenn á að ávarpa aðra þingmenn ekki í fyrstu persónu, hvorki eintölu né fleirtölu,“ sagði Birgir og horfði um leið á Katrínu sem situr ekki langt frá sæti forseta Alþingis. „Hvað sagði ég?“ heyrðist þá Katrín spyrja Birgi og virtist hún nokkuð hissa á augngotum Birgis. „Þetta á ekki bara við um hæstvirtan forsætisráðherra heldur fleiri sem hér hafa tekið til máls í dag og síðustu daga, að gæta sín að beina máli sínu til forseta þegar að aðrir þingmenn, einn eða fleiri, eru nefndir að tala um þá í þriðju persónu en ekki fyrstu persónu,“ sagði Birgir. Þingfundur hélt áfram en aðeins nokkrar mínútur liðu þangað til Birgir áttaði sig á því að hann hafði sjálfur gert gert mistök er hann skammaði þingmenn fyrir að ávarpa þingmenn í fyrstu persónu. „Forseti vill um leið geta þess að forseta urðu á mistök hérna áðan þegar hann vísaði til fyrstu persónu en ekki annarrar persónu. Þannig að hér í málfarshorninu þá verður það skráð að forseti átti við aðra persónu, ekki fyrstu persónu en minnir þingmenn samt á að nota þriðju persónuna,“ sagði Birgir og uppskar nokkurn hlátur frá viðstöddum.
Alþingi Tengdar fréttir Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. 22. september 2022 13:16 Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. 22. september 2022 11:11 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. 22. september 2022 13:16
Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. 22. september 2022 11:11