„Ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2022 09:01 Valur - Þór/KA Besta deild kvenna sumar 2022 KSÍ Elísa Viðarsdóttir Vísir/Diego Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er spennt fyrir komandi verkefni liðsins gegn Slaviu Prag í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sæti í riðlakeppninni er í húfi. Valur mætir Slaviu Prag í fyrri leik liðanna klukkan 17:00 á Hlíðarenda í dag. Valur hefur tilkynnt að frítt verður á leikinn í von um að fylla völlinn. Elísa býst við hörkuleik. „Þær eru góðar og hafa mikla reynslu í þessum Evrópukeppnum. Þær hafa komist langt og þekkja það að spila svona leiki. Þær hafa líka marga landsliðsmenn innan sinna herbúða. Deildarboltinn og Evrópuboltinn, þetta er ekki alveg það sama, þetta er aðeins öðruvísi leikur sem þú ert að spila. Þær hafa reynslu af því en það höfum við líka,“ segir Elísa sem segir jafnframt styrkleika liðsins liggja í pressu og boltameðferð. „Þær eru mjög gott pressulið, þær halda vel í boltann og eru bara góðar á boltanum. Við megum ekki gefa þeim neinn tíma á bolta og þurfum að pressa þær vel á réttum stöðum á vellinum. Þær eru skeinuhættar líka framávið með góða framherja,“. Klippa: Sportpakkinn: Elísa Viðarsdóttir Valur á fyrri leikinn á heimavelli en síðari leikur liðanna fer fram í Prag eftir viku. Elísa segir mikilvægt að ná í góð úrslit í fyrri hálfleik einvígisins á Íslandi. „Báðir leikir skipta miklu máli en það er gott að byrja heima og ná í sterk úrslit út og reyna að loka þessu. Við skiptum þessu bara upp í tvo hálfleiki, í raun og veru, fyrri hálfleikur er á morgun [í dag] og við getum ekkert annað gert en að einbeita okkur að því og ná í góð úrslit,“ segir Elísa. Vilja feta í fótspor Blika Elísa segir Valskonur þá ákveðnar í því að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra þegar það komst í riðlakeppnina. „Ekki spurning. Við ætlum ekkert að fela okkur á bakvið það að við viljum komast í riðlakeppnina. Breiðablik sýndi gott fordæmi í fyrra að komast langt og við viljum það líka prófa það, að fara langt í þessari keppni og ná í skemmtileg og góð úrslit, að lengja mótið og vera eina liðið á landinu að spila fótbolta alveg fram í desember. Það ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð og sérstaklega fyrir Val. Við ættum að gera mikið úr því ef við komumst í riðlakeppnina, bæði fyrir leikmenn og klúbbinn sjálfan,“ segir Elísa. Leikur Vals og Slaviu Prag fer fram á Origo-vellinum og hefst klukkan 17:00 í dag. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Valur mætir Slaviu Prag í fyrri leik liðanna klukkan 17:00 á Hlíðarenda í dag. Valur hefur tilkynnt að frítt verður á leikinn í von um að fylla völlinn. Elísa býst við hörkuleik. „Þær eru góðar og hafa mikla reynslu í þessum Evrópukeppnum. Þær hafa komist langt og þekkja það að spila svona leiki. Þær hafa líka marga landsliðsmenn innan sinna herbúða. Deildarboltinn og Evrópuboltinn, þetta er ekki alveg það sama, þetta er aðeins öðruvísi leikur sem þú ert að spila. Þær hafa reynslu af því en það höfum við líka,“ segir Elísa sem segir jafnframt styrkleika liðsins liggja í pressu og boltameðferð. „Þær eru mjög gott pressulið, þær halda vel í boltann og eru bara góðar á boltanum. Við megum ekki gefa þeim neinn tíma á bolta og þurfum að pressa þær vel á réttum stöðum á vellinum. Þær eru skeinuhættar líka framávið með góða framherja,“. Klippa: Sportpakkinn: Elísa Viðarsdóttir Valur á fyrri leikinn á heimavelli en síðari leikur liðanna fer fram í Prag eftir viku. Elísa segir mikilvægt að ná í góð úrslit í fyrri hálfleik einvígisins á Íslandi. „Báðir leikir skipta miklu máli en það er gott að byrja heima og ná í sterk úrslit út og reyna að loka þessu. Við skiptum þessu bara upp í tvo hálfleiki, í raun og veru, fyrri hálfleikur er á morgun [í dag] og við getum ekkert annað gert en að einbeita okkur að því og ná í góð úrslit,“ segir Elísa. Vilja feta í fótspor Blika Elísa segir Valskonur þá ákveðnar í því að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra þegar það komst í riðlakeppnina. „Ekki spurning. Við ætlum ekkert að fela okkur á bakvið það að við viljum komast í riðlakeppnina. Breiðablik sýndi gott fordæmi í fyrra að komast langt og við viljum það líka prófa það, að fara langt í þessari keppni og ná í skemmtileg og góð úrslit, að lengja mótið og vera eina liðið á landinu að spila fótbolta alveg fram í desember. Það ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð og sérstaklega fyrir Val. Við ættum að gera mikið úr því ef við komumst í riðlakeppnina, bæði fyrir leikmenn og klúbbinn sjálfan,“ segir Elísa. Leikur Vals og Slaviu Prag fer fram á Origo-vellinum og hefst klukkan 17:00 í dag. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira