„Fór þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2022 07:00 Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari. Hann var fyrir helgi kynntur sem nýr þjálfari Jamíka. VÍSIR/VILHELM Heimir Hallgrímsson var fyrir helgi ráðinn þjálfari Jamaíka í fótbolta. Hann segist hafa tapað gleðinni á að vera í boltanum þegar hann þjálfaði í Katar, en fundið hana á ný heima í Vestmannaeyjum. „Fyrst þurfti ég bara á fríi að halda. Ég var orðinn svolítið leiður á þessu eftir þessi þrjú ár í Katar,“ sagði Heimir í samtali við Stöð 2 í gær. „Ég gerði mistök þegar ég framlengdi um eitt ár þar sem ég hefði ekki átt að gera og missti svolítið gleðina þetta seinasta ár. Ég þurfti bara frí og svo kom gleðin aftur þegar ég fékk að vera með Hemma [Hermanni Hreiðarssyni] hjá ÍBV.“ Með gleðina að vopni er Heimi ætlað að koma Jamaíka á HM 2026. Hann er reynslunni ríkari eftir dvöl sína í Katar og segir að það muni hjálpa sér í nýja starfinu. „Mér lýst vel á mjög margt. Ég held að þetta sé svolítið í kúltúrnum, svona svolítið seint að gera hlutina og menn eru ekkert að flýta sér og svoleiðis. Þannig að ég á örugglega eftir að eiga erfitt með sumt hérna, en þá verð ég bara eftir að læra inn á það.“ „Ef það eitthvað sem bætti mig í þarna úti í Persaflóa þá er það það að ég fór náttúrulega þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi og ætlaði að breyta öllum í Íslendinga. En ég komst að því að það var ég sem þurfti að aðlagast og breytast og það tók mig svolítið langan tíma að fatta það að ég fékk meira út úr öllum í kringum mig ef ég lærði svolítið meira inn á kúltúrinn.“ „Ég held að það sé það nákvæmlega sama hér. Ég þarf bara að læra það hvernig er best að vinna með fólki hérna og allt það sem ég er vanur er kannski alveg það sem að gerist hér. Þannig að þetta er líka ákveðin auðmýkt og skynsemi, hvað er hægt og hvað er ekki hægt og að finna einhvern ákveðin balance í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari Jamaíku, að lokum. Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Missti gleðina í Katar en fann hana aftur í Vestmannaeyjum Fótbolti Katarski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Sjá meira
„Fyrst þurfti ég bara á fríi að halda. Ég var orðinn svolítið leiður á þessu eftir þessi þrjú ár í Katar,“ sagði Heimir í samtali við Stöð 2 í gær. „Ég gerði mistök þegar ég framlengdi um eitt ár þar sem ég hefði ekki átt að gera og missti svolítið gleðina þetta seinasta ár. Ég þurfti bara frí og svo kom gleðin aftur þegar ég fékk að vera með Hemma [Hermanni Hreiðarssyni] hjá ÍBV.“ Með gleðina að vopni er Heimi ætlað að koma Jamaíka á HM 2026. Hann er reynslunni ríkari eftir dvöl sína í Katar og segir að það muni hjálpa sér í nýja starfinu. „Mér lýst vel á mjög margt. Ég held að þetta sé svolítið í kúltúrnum, svona svolítið seint að gera hlutina og menn eru ekkert að flýta sér og svoleiðis. Þannig að ég á örugglega eftir að eiga erfitt með sumt hérna, en þá verð ég bara eftir að læra inn á það.“ „Ef það eitthvað sem bætti mig í þarna úti í Persaflóa þá er það það að ég fór náttúrulega þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi og ætlaði að breyta öllum í Íslendinga. En ég komst að því að það var ég sem þurfti að aðlagast og breytast og það tók mig svolítið langan tíma að fatta það að ég fékk meira út úr öllum í kringum mig ef ég lærði svolítið meira inn á kúltúrinn.“ „Ég held að það sé það nákvæmlega sama hér. Ég þarf bara að læra það hvernig er best að vinna með fólki hérna og allt það sem ég er vanur er kannski alveg það sem að gerist hér. Þannig að þetta er líka ákveðin auðmýkt og skynsemi, hvað er hægt og hvað er ekki hægt og að finna einhvern ákveðin balance í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari Jamaíku, að lokum. Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Missti gleðina í Katar en fann hana aftur í Vestmannaeyjum
Fótbolti Katarski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Sjá meira