„Fór þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2022 07:00 Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari. Hann var fyrir helgi kynntur sem nýr þjálfari Jamíka. VÍSIR/VILHELM Heimir Hallgrímsson var fyrir helgi ráðinn þjálfari Jamaíka í fótbolta. Hann segist hafa tapað gleðinni á að vera í boltanum þegar hann þjálfaði í Katar, en fundið hana á ný heima í Vestmannaeyjum. „Fyrst þurfti ég bara á fríi að halda. Ég var orðinn svolítið leiður á þessu eftir þessi þrjú ár í Katar,“ sagði Heimir í samtali við Stöð 2 í gær. „Ég gerði mistök þegar ég framlengdi um eitt ár þar sem ég hefði ekki átt að gera og missti svolítið gleðina þetta seinasta ár. Ég þurfti bara frí og svo kom gleðin aftur þegar ég fékk að vera með Hemma [Hermanni Hreiðarssyni] hjá ÍBV.“ Með gleðina að vopni er Heimi ætlað að koma Jamaíka á HM 2026. Hann er reynslunni ríkari eftir dvöl sína í Katar og segir að það muni hjálpa sér í nýja starfinu. „Mér lýst vel á mjög margt. Ég held að þetta sé svolítið í kúltúrnum, svona svolítið seint að gera hlutina og menn eru ekkert að flýta sér og svoleiðis. Þannig að ég á örugglega eftir að eiga erfitt með sumt hérna, en þá verð ég bara eftir að læra inn á það.“ „Ef það eitthvað sem bætti mig í þarna úti í Persaflóa þá er það það að ég fór náttúrulega þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi og ætlaði að breyta öllum í Íslendinga. En ég komst að því að það var ég sem þurfti að aðlagast og breytast og það tók mig svolítið langan tíma að fatta það að ég fékk meira út úr öllum í kringum mig ef ég lærði svolítið meira inn á kúltúrinn.“ „Ég held að það sé það nákvæmlega sama hér. Ég þarf bara að læra það hvernig er best að vinna með fólki hérna og allt það sem ég er vanur er kannski alveg það sem að gerist hér. Þannig að þetta er líka ákveðin auðmýkt og skynsemi, hvað er hægt og hvað er ekki hægt og að finna einhvern ákveðin balance í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari Jamaíku, að lokum. Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Missti gleðina í Katar en fann hana aftur í Vestmannaeyjum Fótbolti Katarski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira
„Fyrst þurfti ég bara á fríi að halda. Ég var orðinn svolítið leiður á þessu eftir þessi þrjú ár í Katar,“ sagði Heimir í samtali við Stöð 2 í gær. „Ég gerði mistök þegar ég framlengdi um eitt ár þar sem ég hefði ekki átt að gera og missti svolítið gleðina þetta seinasta ár. Ég þurfti bara frí og svo kom gleðin aftur þegar ég fékk að vera með Hemma [Hermanni Hreiðarssyni] hjá ÍBV.“ Með gleðina að vopni er Heimi ætlað að koma Jamaíka á HM 2026. Hann er reynslunni ríkari eftir dvöl sína í Katar og segir að það muni hjálpa sér í nýja starfinu. „Mér lýst vel á mjög margt. Ég held að þetta sé svolítið í kúltúrnum, svona svolítið seint að gera hlutina og menn eru ekkert að flýta sér og svoleiðis. Þannig að ég á örugglega eftir að eiga erfitt með sumt hérna, en þá verð ég bara eftir að læra inn á það.“ „Ef það eitthvað sem bætti mig í þarna úti í Persaflóa þá er það það að ég fór náttúrulega þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi og ætlaði að breyta öllum í Íslendinga. En ég komst að því að það var ég sem þurfti að aðlagast og breytast og það tók mig svolítið langan tíma að fatta það að ég fékk meira út úr öllum í kringum mig ef ég lærði svolítið meira inn á kúltúrinn.“ „Ég held að það sé það nákvæmlega sama hér. Ég þarf bara að læra það hvernig er best að vinna með fólki hérna og allt það sem ég er vanur er kannski alveg það sem að gerist hér. Þannig að þetta er líka ákveðin auðmýkt og skynsemi, hvað er hægt og hvað er ekki hægt og að finna einhvern ákveðin balance í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari Jamaíku, að lokum. Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Missti gleðina í Katar en fann hana aftur í Vestmannaeyjum
Fótbolti Katarski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira