Verði að borga bætur fyrst þeir hafi verið „svona sniðugir“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 16:30 Louis van Gaal er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun FIFA að halda HM í Katar. Getty Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að fjölskyldur verkamanna sem létust í Katar, þar sem þeir unnu við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, eigi „að sjálfsögðu“ að fá bætur frá FIFA. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch, Amnesty International og FairSquare skrifuðu í júlí bréf til fjórtán styrktar- og samstarfsaðila FIFA vegna heimsmeistaramótsins, og kölluðu eftir þrýstingi á að FIFA myndi greiða fjölskyldum bætur vegna þess hve illa hefði verið farið með verkafólk í Katar. Margar fjölskyldur hafa engar bætur fengið og því verið haldið fram að dánarorsakir séu náttúrulegar, jafnvel þó að flestir verkamannanna hafi verið frekar ungir karlmenn sem unnu langa vinnudaga í miklum hita. Í fyrra sagði The Guardian frá því að í það minnsta yfir 6.500 verkamenn hefðu látist í Katar frá því að landið fékk HM. Van Gaal telur að alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, geti sjálfu sér um kennt að hafa ákveðið að halda HM í Katar og að sambandið verði að axla ábyrgð vegna þess. „Auðvitað styð ég það að greiddar verði bætur (vegna fórnarlamba þess hve illa var farið með verkafólk við byggingu HM-leikvanga í Katar) og ég tel að það verði að gerast sérstaklega í ljósi þeirra milljarða, ég meina milljóna [evra] sem FIFA hagnast um vegna mótsins,“ sagði Van Gaal á blaðamannafundi í dag. „Fyrst að þeir voru svona sniðugir að halda HM þarna þá verða þeir að takast á við allt sem fylgir þeirri ákvörðun,“ sagði Van Gaal sem stýra mun Hollendingum á HM í nóvember og desember. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch, Amnesty International og FairSquare skrifuðu í júlí bréf til fjórtán styrktar- og samstarfsaðila FIFA vegna heimsmeistaramótsins, og kölluðu eftir þrýstingi á að FIFA myndi greiða fjölskyldum bætur vegna þess hve illa hefði verið farið með verkafólk í Katar. Margar fjölskyldur hafa engar bætur fengið og því verið haldið fram að dánarorsakir séu náttúrulegar, jafnvel þó að flestir verkamannanna hafi verið frekar ungir karlmenn sem unnu langa vinnudaga í miklum hita. Í fyrra sagði The Guardian frá því að í það minnsta yfir 6.500 verkamenn hefðu látist í Katar frá því að landið fékk HM. Van Gaal telur að alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, geti sjálfu sér um kennt að hafa ákveðið að halda HM í Katar og að sambandið verði að axla ábyrgð vegna þess. „Auðvitað styð ég það að greiddar verði bætur (vegna fórnarlamba þess hve illa var farið með verkafólk við byggingu HM-leikvanga í Katar) og ég tel að það verði að gerast sérstaklega í ljósi þeirra milljarða, ég meina milljóna [evra] sem FIFA hagnast um vegna mótsins,“ sagði Van Gaal á blaðamannafundi í dag. „Fyrst að þeir voru svona sniðugir að halda HM þarna þá verða þeir að takast á við allt sem fylgir þeirri ákvörðun,“ sagði Van Gaal sem stýra mun Hollendingum á HM í nóvember og desember.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira