Fótbolti

Pogba fær lögregluvernd á Ítalíu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Juventus Training Session TURIN, ITALY - JULY 17: Paul Pogba of Juventus during a training session at JTC on July 17, 2022 in Turin, Italy. (Photo by Daniele Badolato - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images)
Juventus Training Session TURIN, ITALY - JULY 17: Paul Pogba of Juventus during a training session at JTC on July 17, 2022 in Turin, Italy. (Photo by Daniele Badolato - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images)

Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba, sem er leikmaður Juventus á Ítalíu, fær nú vernd lögreglu þar í landi sökum meints fjárkúgunarmáls innan fjölskyldu hans.

Pogba er sagður hafa sætt kúgun af hálfu bróður síns og hópi manna undanfarna mánuði, sem kröfðust 13 milljóna evra sem Paul á að skulda þeim.

Bróðir hans, Mathias Pogba, deildi myndskeiði á samfélagsmiðlum í síðasta mánuði þar sem hann sagðist hafa verið nálægt dauða vegna Pauls, að hann hefði logið að lögreglunni og hótaði að birta frekari upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Paul.

Yfirlýsing var þá gefin út fyrir hönd Pauls hvar sagði: „Því miður koma færslur Mathias Pogba á samfélagsmiðlum ekki á óvart og koma í kjölfar annarra tilrauna yfir talsverðan tíma með það að markmiði að kúga fé út úr Paul Pogba,“

Í síðustu viku var greint frá því að Mathias Pogba hefði verið hnepptur í varðhald vegna málsins. Franski miðillinn Le Monde hafði í kjölfarið eftir lögfræðingi hans, Yassine Bouzrou:

„Við munum berjast gegn þessari ákvörðun og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja það að hr. Pogba verði leystur úr varðhaldi sem fyrst,“

Vegna eðlis málsins hafa lögfræðingar Pauls Pogba fært rök fyrir því að hann kunni að vera í hættu. Lögregla á Ítalíu hefur því fallist á að veita honum vernd, samkvæmt franska miðlinum Le Parisien.

Pogba gekk í raðir Juventus frá Manchester United í sumar en hefur enn ekki leikið fyrir félagið sökum meiðsla.


Tengdar fréttir

Mbappé um Pogba-málið: „Orð gegn orði“

Kylian Mbappé segist treysta Paul Pogba þrátt fyrir orðróm þess efnis að hann hafi leitað til töfralæknis til að leggja bölvun á félaga í franska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×