Barcelona skilaði tæplega 14 milljarða gróða Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2022 09:00 Lewandowski var skráður í tæka tíð eftir miklar vangaveltur í sumar. Hann hefur skorað átta mörk í sex deildarleikjum fyrir liðið. Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images Spænska knattspyrnuliðið Barcelona hefur tilkynnt um tæplega 100 milljón evra gróða á síðasta ári. Samkvæmt áætlunum verður gróðinn rúmlega tvöfalt meiri á næsta ári. Fjárhagsörðugleikar Barcelona hafa farið framhjá fáum en liðið var í miklum vandræðum með að skrá nýja leikmenn til leiks fyrir yfirstandandi leiktíð sökum fjárhagsreglna spænsku úrvalsdeildarinnar. Félagið hafði skilað um 480 milljón evra tapi árið áður. Þökk sé aðgerðum stjórnar félagsins í sumar, þar sem félagið hefur selt rétt á framtíðartekjum, hefur dæmið snúist við. Tíminn á eftir að leiða í ljós áhrifin á félagið á næstu árum þegar þær tekjur skila sér ekki, fyrir skammtímagróða sumarsins til að leiða félagið út úr verstu öngstrætunum. Í tilkynningunni um gróðann sem birt var í dag segir þó að félagið búist við 273 milljón evra gróða á næsta ári, sem jafngildir tæplega 39 milljörðum króna. Barcelona seldi framtíðartekjur af sjónvarpsrétti sínum og stóran hlut í framleiðslufyrirtæki félagsins, Barca Studios. Í ágúst seldi félagið tæplega fjórðungshlut í Barca Studios til fjölmiðlafyrirtækisins Orpheus Media fyrir 100 milljónir evra. Það dugði til þess að félagið gat skráð leikmenn á við Jules Koundé, Robert Lewandowski og Raphinha í leikmannahóp sinn, en þeir höfðu þá verið samningsbundnir félaginu um hríð án þess að vera skráðir til leiks. Barcelona er sem stendur í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir sex leiki, tveimur stigum frá toppliði Real Madrid. Spænski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira
Fjárhagsörðugleikar Barcelona hafa farið framhjá fáum en liðið var í miklum vandræðum með að skrá nýja leikmenn til leiks fyrir yfirstandandi leiktíð sökum fjárhagsreglna spænsku úrvalsdeildarinnar. Félagið hafði skilað um 480 milljón evra tapi árið áður. Þökk sé aðgerðum stjórnar félagsins í sumar, þar sem félagið hefur selt rétt á framtíðartekjum, hefur dæmið snúist við. Tíminn á eftir að leiða í ljós áhrifin á félagið á næstu árum þegar þær tekjur skila sér ekki, fyrir skammtímagróða sumarsins til að leiða félagið út úr verstu öngstrætunum. Í tilkynningunni um gróðann sem birt var í dag segir þó að félagið búist við 273 milljón evra gróða á næsta ári, sem jafngildir tæplega 39 milljörðum króna. Barcelona seldi framtíðartekjur af sjónvarpsrétti sínum og stóran hlut í framleiðslufyrirtæki félagsins, Barca Studios. Í ágúst seldi félagið tæplega fjórðungshlut í Barca Studios til fjölmiðlafyrirtækisins Orpheus Media fyrir 100 milljónir evra. Það dugði til þess að félagið gat skráð leikmenn á við Jules Koundé, Robert Lewandowski og Raphinha í leikmannahóp sinn, en þeir höfðu þá verið samningsbundnir félaginu um hríð án þess að vera skráðir til leiks. Barcelona er sem stendur í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir sex leiki, tveimur stigum frá toppliði Real Madrid.
Spænski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira