Erlent

Stærðarinnar jarðskjálfti undan ströndum Mexíkó

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar í Mexíkó-borg yfirgáfu byggingar í snatri eftir jarðskjálftann.
Íbúar í Mexíkó-borg yfirgáfu byggingar í snatri eftir jarðskjálftann. AP/Fernando Llano

Stærðarinnar jarðskjálfti undan ströndum Mexíkó í kvöld. Skjálftinn mældist 7,6 stig og átti hann upptök í Kyrrahafinu, um 37 kílómetra frá ströndum Mexíkó og á 15,1 kílómetra dýpi. Sérfræðingar eiga von á flóðbylgjum en minnst einn er dáinn en sá varð undir vegg sem hrundi.

Reiknað er með að allt að þriggja metra háar flóðbylgjur skelli á vesturströnd Mexíkó.

Engar fréttir hafa borist af skemmdum í Mexíkóborg en fréttaveitan Reuters hefur eftir Andrés Manuel López Obrador, forseta, að skemmdir hafi orðið á vesturströndinni og sýna myndir á samfélagsmiðlum mikið skemmdar byggingar.

Skjálftinn varð klukkan rúmlega eitt eftir hádegi, að staðartíma, en á sama degi árin 1985 og 2017 áttu öflugir og mannskæðir skjálftar sér stað í Mexíkó. Þúsundir dóu árið 1985 og um 350 í skjálftanum árið 2017.

Einn viðmælandi AP fréttaveitunnar, sem býr í Coalcoman, nærri upptökum jarðskjálftans segir hann hafa farið hægt af stað en staðið yfir mjög lengi. Hún sagði sprungur hafa myndast á byggingum og að miklar skemmdir hefðu orðið á sjúkrahúsi bæjarins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×