Innlent

Þrjú ung­menn­i grun­uð vegn­a spreng­ing­ann­a

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregla notaðist við dróna og vélmenni í aðgerðum sínum á mótum Engjavegar og Tryggvagötu á Selfossi í síðustu viku.
Lögregla notaðist við dróna og vélmenni í aðgerðum sínum á mótum Engjavegar og Tryggvagötu á Selfossi í síðustu viku. Vísir/Kristófer

Lögreglan á Suðurlandi hefur haft hendur í hári þriggja einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa sprengt sprengjur á Selfossi. Þrímenningarnir eru taldir hafa búið til að sprengt heimagerðar sprengjur á undanförnum dögum en eru undir tuttugu ára aldri.

Í samtali við Vísi segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir málið að mestu upplýst. Rannsókninni sé þó ekki lokið enn en henni miði þó mjög vel.

Mbl hefur eftir Sveini að fólkið hafi ekki þurft að fara í gæsluvarðhald.

Nokkrar heimagerðar sprengjur hafa verið sprengdar á Selfossi undanfarna daga en þeim hefur verið lýst sem kraftmiklum og hættulegum.

„Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu í síðustu viku.

Myndböndum af sprengingunum var deilt á samfélagsmiðlum.

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í síðustu viku vegna sprengju sem búið var að koma fyrir nærri Fjölbrautaskóla Suðurlands og Vallaskóla.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.