Sérsveitin varar við sprengjufikti: „Það hafa orðið banaslys“ Sunna Sæmundsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 15. september 2022 15:14 Sérsveitarmaður sem var á vettvangi á Selfossi í morgun segir stranglega bannað og stórhættilegt að fikta með sprengiefni. vísir/Magnús Hlynur Sérsveitarmaður sem var á vettvangi á Selfossi í morgun ítrekar varnaðarorð lögreglu um alvarleika þess að meðhöndla sprengiefni. „Það hafa orðið banaslys á Íslandi við sprengjufikt, útlimamissir einnig og fólk hefur misst sjón. Þannig þetta er alveg stranglega bannað,“ segir sérsveitarmaður sem var kallaður á vettvang þegar tilkynnt var um torkennilegan hlut nærri Fjölbrautarskóla Suðurlands og Vallaskóla. Hluturinn reyndist heimatilbúin sprengja sem svipar til annarra sem hafa sem hafa fundist á Selfossi undanfarið og sprengjusérfræðingar sinntu sams konar útkalli í bæjarfélaginu fyrr í vikunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn að börn og ungmenni í sveitarfélaginu hafi verið að útbúa öflugar sprengjur og biðlaði til foreldra að ræða við börn um hætturnar af athæfi sem þessu. Sérsveitin tekur undir þessi varnaðarorð. Viðbúnaðurinn var mikill í morgun þar sem sprengjan var við fjölmenn gatnamót við Engjaveg og Tryggvagötu. Svæðið var girt af, dróni notaður til að kanna hlutinn og vélmenni til að eyða sprengjunni. „Hér var tilkynnt um grunsamlega flösku í framhaldi af þessun málum sem hafa verið að koma upp undanfarna daga þannig að lögreglan lokaði svæðinu af í kringum flöskuna. Hún bar grunsamleg einkenni þannig við eyddum henni samkvæmt hefðbundnum starfsaðferðum,“ segir sérsveitarmaður um aðgerðina. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Lögreglumál Árborg Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Hluturinn reyndist heimatilbúin sprengja sem svipar til annarra sem hafa sem hafa fundist á Selfossi undanfarið og sprengjusérfræðingar sinntu sams konar útkalli í bæjarfélaginu fyrr í vikunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn að börn og ungmenni í sveitarfélaginu hafi verið að útbúa öflugar sprengjur og biðlaði til foreldra að ræða við börn um hætturnar af athæfi sem þessu. Sérsveitin tekur undir þessi varnaðarorð. Viðbúnaðurinn var mikill í morgun þar sem sprengjan var við fjölmenn gatnamót við Engjaveg og Tryggvagötu. Svæðið var girt af, dróni notaður til að kanna hlutinn og vélmenni til að eyða sprengjunni. „Hér var tilkynnt um grunsamlega flösku í framhaldi af þessun málum sem hafa verið að koma upp undanfarna daga þannig að lögreglan lokaði svæðinu af í kringum flöskuna. Hún bar grunsamleg einkenni þannig við eyddum henni samkvæmt hefðbundnum starfsaðferðum,“ segir sérsveitarmaður um aðgerðina. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Lögreglumál Árborg Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira