Fótbolti

Mourinho sagði að sínir menn þyrftu að láta sig detta eins og trúðar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho ætlaði að vaða í dómara leiks Roma og Atalanta.
José Mourinho ætlaði að vaða í dómara leiks Roma og Atalanta. getty/Danilo Di Giovanni

José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var rekinn af velli þegar hans menn töpuðu fyrir Atalanta, 0-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Hann sagði að ef til vill ættu Rómverjar að byrja að láta sig detta til að fá vítaspyrnur.

Mourinho varð saltvondur þegar Roma fékk ekki vítaspyrnu eftir baráttu Nicolos Zaniolo og Calebs Okoli. Zaniolo datt ekki og Daniele Chiffi, dómari leiksins, dæmdi ekki neitt.

„Þetta var augljóst víti. Ég spurði dómarann af hverju hann dæmdi ekki víti til að fá það á greint að hann hafi ekki dæmt því Zaniolo datt ekki,“ sagði Mourinho eftir leik.

„Svo ég þarf að breyta ráðleggingum mínum til leikmannanna og segja þeim að standa ekki í fæturna og dýfa sér eins og þeir séu í sundlaug því þannig færðu víst víti.“

Giorgio Scalvini, átján ára varnarmaður Atalanta, skoraði eina mark leiksins tíu mínútum fyrir hálfleik. Atalanta er í 2. sæti deildarinnar með sautján stig en Roma í því sjötta með þrettán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×