Þjálfari FCK segist hafa stuðning leikmanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 10:01 Hákon Arnar Haraldsson og Jess Thorup, þjálfari FC Kaupmannahafnar. Getty/Lars Ronbog FC Kaupmannahöfn hefur hafið titilvörn sína skelfilega en liðið mátti þola enn eitt tapið er það heimsótti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudag. Jess Thorup, þjálfari liðsins, segist hafa fullan stuðning leikmanna þrátt fyrir slakt gengi. Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson leika með liðinu. Danmerkurmeistararnir hafa átt ágætu gengi að fagna í Meistaradeild Evrópu en liðið komst inn í riðlakeppnina. Riðillinn er vægast sagt erfiður en ásamt FCK eru Borussia Dortmund, Sevilla og Englandsmeistarar Manchester City með Íslendingaliðinu í riðli. FCK nældi í stig gegn Sevilla á heimavelli í miðri síðustu viku en á sunnudag heimsótti liðið Midtjylland. Um var að ræða efstu tvö efstu lið deildarinnar á síðustu leiktíð en þau hafa átt mjög erfitt uppdráttar í upphafi þessarar leiktíðar. Midtjylland vann leik liðanna að þessu sinni 2-1 þar sem Ísak Bergmann lagði upp mark gestanna úr Kaupmannahöfn. Viktor Claesson fékk gullið tækifæri til að jafna metin í 2-2 en vítaspyrna hans rataði ekki á markið. „Ég hef 100 prósent traust leikmanna og fólksins í kringum mig,“ sagði Thorup þjálfari að leik loknum en eftir tapið á sunnudag er FCK í 9. sæti með aðeins 12 stig að loknum 10 leikjum. „Ég hef góða tilfinningu, jafnvel þó að okkur vanti nokkra leikmenn. Allir, allt frá þeim ungu til þeirra reynslumeiri, eru að gefa allt sem þeir eiga. Það gefur mér von um að við séum á leið í rétta átt,“ bætti þjálfarinn við. Þar sem nú er komið landsleikjahlé þá mun FCK ekki spila aftur fyrr en 2. október næstkomandi. Thorup fær því nægan tíma til að undirbúa komandi leiki og finna leiðir til að koma liðinu aftur á sigurbraut. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira
Danmerkurmeistararnir hafa átt ágætu gengi að fagna í Meistaradeild Evrópu en liðið komst inn í riðlakeppnina. Riðillinn er vægast sagt erfiður en ásamt FCK eru Borussia Dortmund, Sevilla og Englandsmeistarar Manchester City með Íslendingaliðinu í riðli. FCK nældi í stig gegn Sevilla á heimavelli í miðri síðustu viku en á sunnudag heimsótti liðið Midtjylland. Um var að ræða efstu tvö efstu lið deildarinnar á síðustu leiktíð en þau hafa átt mjög erfitt uppdráttar í upphafi þessarar leiktíðar. Midtjylland vann leik liðanna að þessu sinni 2-1 þar sem Ísak Bergmann lagði upp mark gestanna úr Kaupmannahöfn. Viktor Claesson fékk gullið tækifæri til að jafna metin í 2-2 en vítaspyrna hans rataði ekki á markið. „Ég hef 100 prósent traust leikmanna og fólksins í kringum mig,“ sagði Thorup þjálfari að leik loknum en eftir tapið á sunnudag er FCK í 9. sæti með aðeins 12 stig að loknum 10 leikjum. „Ég hef góða tilfinningu, jafnvel þó að okkur vanti nokkra leikmenn. Allir, allt frá þeim ungu til þeirra reynslumeiri, eru að gefa allt sem þeir eiga. Það gefur mér von um að við séum á leið í rétta átt,“ bætti þjálfarinn við. Þar sem nú er komið landsleikjahlé þá mun FCK ekki spila aftur fyrr en 2. október næstkomandi. Thorup fær því nægan tíma til að undirbúa komandi leiki og finna leiðir til að koma liðinu aftur á sigurbraut.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira