Messi kom gestunum yfir strax á fimmtu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Neymar. Þrátt fyrir nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleiknum tókst liðunum ekki að bæta við mörkum og staðan því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja.
Ekki tókst þeim heldur að bæta við mörkum í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 0-1 sigur PSG.
PSG trónir því enn á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar með 22 stig eftir átta leiki, níu stigum meira en Lyon sem situr í sjötta sæti deildarinnar.
FULL-TIME: Lyon 0-1 @PSG_English ✅
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) September 18, 2022
Leo Messi's goal the difference! #OLPSG #AllezParis pic.twitter.com/23k4HlBshr