Innlent

Vill fá Sólveigu Önnu með sér

Árni Sæberg skrifar
Ragnar Þór vill fá Sólveigu Önnu með sér í forystu ASÍ.
Ragnar Þór vill fá Sólveigu Önnu með sér í forystu ASÍ. Vísir/Vilhelm

Ragnar Þór Ingólfsson hefur lýst því yfir að hann vilji að Sólveig Anna Jónsdóttir verði annar varaforseti Alþýðusambandins. Sjálfur hefur hann gefið kost á sér sem forseti ASÍ.

Ragnar Þór tilkynnti í fyrradag að hann myndi gefa kost á sér sem forseti ASÍ þegar ný stjórn verður kosin á þingi sambandsins í október.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, hefur gegnt starfi forseta ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér embættinu. Hann hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir því að verða forseti en að hann vilji áfram fyrsti varaforeti.

Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagstu munu bjóða sig fram sem þriðji varaforseti. Enn sem komið er hefur enginn tilkynnt framboð til annars varaforseta.

Það varð til þess að Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, spurði Ragnar Þór, í hlaðvarpinu Helgi-spjall á Samstöðinni, hvern hann vildi fá með sér sem annan varaforseta.

Ekki stóð á svari hjá Ragnari heldur sagði hann skýrt og klárt að hann vildi Sólveigu Önnu í embættið. Hann sjálfur, Kristján Þórður, Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson yrði sterkt forystuteymi.


Tengdar fréttir

Kristján Þórður býður sig ekki fram til for­seta ASÍ

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi.

Drífa nýtur langmests stuðnings til að leiða ASÍ

49,4 prósent landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands, samkvæmt nýrri Gallup könnun. Eins og kunnugt er sagði Drífa af sér embætti forseta ASÍ á dögunum vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar.

Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“

Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum

Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×