Innlent

Þau sóttu um stöðu fram­kvæmda­stjóra Lofts­lags­ráðs

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Breiðamerkurlóni. Loftslagsráð veitir stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum og er sjálfstætt og óháð í störfum sínum.
Frá Breiðamerkurlóni. Loftslagsráð veitir stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum og er sjálfstætt og óháð í störfum sínum. Vísir/Vilhelm

Alls sóttu 25 um stöðu framkvæmdastjóra Loftslagsráðs sem auglýst var laus til umsóknar í júlí síðastliðinn. Í hópi umsækjenda eru meðal annars fyrrverandi þingmaður og sveitarstjórar.

Þetta kemur fram í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Loftslagsráð veitir stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum og er sjálfstætt og óháð í störfum sínum. Loftslagsráð ræður í umrædda stöðu. 

Framkvæmdastjóri ráðsins mun hafa yfirumsjón með þróun og rekstri skrifstofu Loftslagsráðs, þar með talið fjárhags- og starfsáætlanagerð, ábyrgð á bókhaldi og ráðstöfun fjármuna. Umsóknarfrestur var til 15. ágúst síðastliðinn.

Í auglýsingunni kom fram að leitað hafi verið að einstaklingi sem hafi áhuga og metnað fyrir loftslagsmálum, búi yfir góðri samskiptahæfni, reynslu af málefnavinnu og innsýn í stefnur og strauma í íslensku samfélagi, atvinnulífi og stjórnsýslu.

Eftirfarandi sóttu um stöðuna:

 • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, sérfræðingur í loftslagsmálum
 • Arman Ahmadizad, rekstrar- og markaðsfræðingur
 • Berglind Sigmarsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur, MPA
 • Bjargey Anna Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri
 • Dagný Berglind Gísladóttir, verkefnastjóri
 • Davíð Stefánsson, sérfræðingur á sviði sjálfbærni og loftslags
 • Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri loftslagsmála og hringrásarhagkerfis
 • Gerður Ríkharðsdóttir, rekstrarhagfræðingur
 • Guðmundur Steingrímsson, umhverfisfræðingur
 • Helga Hauksdóttir, lögfræðingur
 • Hólmfríður Sigþórsdóttir, líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur
 • Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður
 • Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur, MPM
 • Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri
 • Kristján Þór Magnússon, fyrrverandi sveitastjóri
 • Margrét Rós Sigurjónsdóttir, sérfræðingur
 • Nanna Guðrún Hjaltalín, forritari
 • Sandra Brá Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur, MBA
 • Sigurður Eyberg Jóhannesson, umhverfis- og auðlindafræðingur
 • Silja Jóhannesardóttir, verkefnastjóri
 • Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Stefán Örvar Sigmundsson, svæðisstjóri
 • Þorgerður M Þorbjarnardóttir, fyrrverandi forseti Ungra umhverfissinna og umhverfis-aktivisti
 • Þórdís Hadda Yngvadóttir, viðskiptafræðingur, MBA
 • Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.