Ragnar Arnalds fyrrverandi ráðherra er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2022 06:24 Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra, er látinn 84 ára að aldri. Ragnar Arnalds fyrrverandi ráðherra er látinn 84 ára að aldri. Ragnar var formaður Alþýðubandalagsins í tæpan áratug og var Alþingismaður í tæpa þrjá áratugi. Frá þessu er sagt í Morgunblaðinu í morgun þar sem fram kemur að Ragnar fæddist í Reykjavík 8. júlí 1938. Foreldrar hans voru Sigurður Arnalds, útgefandi og stórkaupmaður og Guðrún Jónsdóttir Laxdal kaupkona. Ragnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1958 og stundaði nám í bókmenntum og heimspeki við sænska háskóla á árunum 1959 til 1961 áður en hann sneri aftur heim og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1968. Ragnar kenndi við Gagnfræðiskólann í Flensborg í Hafnarfirði árin 1958 til 159, Gagnfræðiskóla Vesturbæjar í Reykjavík árin 1967 til 1969 og við Gagnfræðiskólann við Laugalæk árin 1969 til 1970 en haustið 1970 var hann settur skólastjóri við barna- og unglingskólann í Varmahlíð í Skagafirði þar sem hann starfaði til ársins 1972. Ragnar var landskjörinn þingmaður fyrir Alþýðubandalagið á Norðurlandi vestra frá árinu 1963 til 1967 og sat sem alþingismaður frá 1971 til 1999. Hann var þá menntamála- og samgönguráðherra frá 1978 til 1979 og fjármálaráðherra frá 1980 til 1983. Hann varð þá fyrsti varaforseti Alþingis 1995 til 1999. Ragnar var þá virkur í menningarmálum en hann var ritstjóri Frjálsrar þjóðar árið 1960, Dagfara frá 1961 til 1962 og Nýrrar útsýnar árið 1969. Þá samdi Ragnar leikrit, meðal annars Uppreisn á Ísafirði sem Þjóðleikhúsið sýndi árið 1986 og Sveitasinfóníu sem Leikfélag Reykjavíkur setti upp árið 1988. Auk þess skrifaði hann skáldsögurnar Eldhuginn - sagan um Jörund, Drottning rís upp frá dauðum og Keisarakokteilinn, sem komu út á milli 2005 og 2018. Auk þess skrifaði Ragnar tvær æviminningabækur, Æskubrek á atómöld og Gandreið á geimöld sem komu út 2017 og 2018. Ragnar lætur eftir sig eiginkonu sína, Hallveigu Thorlacius brúðuleikara, og dæturnar Guðrúnu og Helgu. Andlát Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Frá þessu er sagt í Morgunblaðinu í morgun þar sem fram kemur að Ragnar fæddist í Reykjavík 8. júlí 1938. Foreldrar hans voru Sigurður Arnalds, útgefandi og stórkaupmaður og Guðrún Jónsdóttir Laxdal kaupkona. Ragnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1958 og stundaði nám í bókmenntum og heimspeki við sænska háskóla á árunum 1959 til 1961 áður en hann sneri aftur heim og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1968. Ragnar kenndi við Gagnfræðiskólann í Flensborg í Hafnarfirði árin 1958 til 159, Gagnfræðiskóla Vesturbæjar í Reykjavík árin 1967 til 1969 og við Gagnfræðiskólann við Laugalæk árin 1969 til 1970 en haustið 1970 var hann settur skólastjóri við barna- og unglingskólann í Varmahlíð í Skagafirði þar sem hann starfaði til ársins 1972. Ragnar var landskjörinn þingmaður fyrir Alþýðubandalagið á Norðurlandi vestra frá árinu 1963 til 1967 og sat sem alþingismaður frá 1971 til 1999. Hann var þá menntamála- og samgönguráðherra frá 1978 til 1979 og fjármálaráðherra frá 1980 til 1983. Hann varð þá fyrsti varaforseti Alþingis 1995 til 1999. Ragnar var þá virkur í menningarmálum en hann var ritstjóri Frjálsrar þjóðar árið 1960, Dagfara frá 1961 til 1962 og Nýrrar útsýnar árið 1969. Þá samdi Ragnar leikrit, meðal annars Uppreisn á Ísafirði sem Þjóðleikhúsið sýndi árið 1986 og Sveitasinfóníu sem Leikfélag Reykjavíkur setti upp árið 1988. Auk þess skrifaði hann skáldsögurnar Eldhuginn - sagan um Jörund, Drottning rís upp frá dauðum og Keisarakokteilinn, sem komu út á milli 2005 og 2018. Auk þess skrifaði Ragnar tvær æviminningabækur, Æskubrek á atómöld og Gandreið á geimöld sem komu út 2017 og 2018. Ragnar lætur eftir sig eiginkonu sína, Hallveigu Thorlacius brúðuleikara, og dæturnar Guðrúnu og Helgu.
Andlát Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira