Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2022 15:46 Laugaland í Eyjafirði hefur verið rekið af öðrum aðilum frá árinu 2008. Laugaland bjargaði mér Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Þetta kemur fram í greinargerð frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi. Heimilið var starfrækt á árunum 1997 til 2007 en fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Greinargerðin var gerð í kjölfar þess að ríkisstjórn samþykkti tillögu þáverandi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að rannsaka hvort, og þá í hvaða mæli, börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og andlegu eða líkamlegu ofbeldi á meðan þau dvöldu á heimilinu. Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir lýstu reynslu sinni af dvölinni á Laugalandi í viðtali við Bítið í maí. Við gerð greinargerðarinnar voru tekin viðtöl við 34 einstaklinga úr hópi fyrrum vistbarna, 32 konur og tvo karla, ellefu fyrrum starfsmenn eða verktaka og forstöðuhjónin sem ráku heimilið. Hópfundir sem ollu kvíða Hópfundir voru mikill hluti af meðferðarstarfinu á heimilinu en alls sögðu þrettán fyrrum vistbarna frá atvikum tengdum fundunum. Margir upplifðu kvíða og vanlíðan í kringum fundina. „Ég man þegar ég var tekin fyrir, setti alla upp og hann náði í penna og skrifaði að ég væri undirförul tík og vildi að allir í stofunni staðfestu það. Þetta fékk að standa lengi og ég var send á næsta bæ þar sem var einhvers konar sálfræðingur og hún var að fara að kafa í það hvers konar undirförul tík ég væri,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna. Einkennisgalli fyrir þá sem komu úr stroki Frásagnirnar um andlegt ofbeldi og niðurlægingu í greinargerðinni eru fjölmargar en meðal annars fengu einhverjir íbúar ekki að velja sinn eigin klæðnað. Þeir sem voru á heimilinu nýkomnir úr stroki voru settir í jogging galla sem átti að einkenna þá. „Niðurlægingin sem var gerð þegar maður kemur alveg brotinn inn, láta mann vera í gráum jogging-göllum, neyddur í bæjarferð eins og hangandi hundur á eftir þeim, mikil öskur á heimilinu, við stelpurnar stóðum saman, litlu börnin þeirra, þau sóttu í að vera hjá okkur og starfsmanninum í eldhúsinu,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna í samtali við Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Greinargerðin er löng, rúmlega 230 blaðsíður, en þar má finna ýmsar frásagnir, pappírsgögn og fleira frá þeim sem bjuggu á meðferðarheimilinu. Í þeim helstu niðurstöðum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti úr greinargerðinni segir að sálfræðiþjónusta hafi verið ábótavant, allir íbúar sem tekið viðtal var við höfðu lent í andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að þekking sem var til staðar sem hefði nýst íbúum Laugalands hafi ekki verið nýtt þar. Eyjafjarðarsveit Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Félagsmál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi. Heimilið var starfrækt á árunum 1997 til 2007 en fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Greinargerðin var gerð í kjölfar þess að ríkisstjórn samþykkti tillögu þáverandi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að rannsaka hvort, og þá í hvaða mæli, börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og andlegu eða líkamlegu ofbeldi á meðan þau dvöldu á heimilinu. Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir lýstu reynslu sinni af dvölinni á Laugalandi í viðtali við Bítið í maí. Við gerð greinargerðarinnar voru tekin viðtöl við 34 einstaklinga úr hópi fyrrum vistbarna, 32 konur og tvo karla, ellefu fyrrum starfsmenn eða verktaka og forstöðuhjónin sem ráku heimilið. Hópfundir sem ollu kvíða Hópfundir voru mikill hluti af meðferðarstarfinu á heimilinu en alls sögðu þrettán fyrrum vistbarna frá atvikum tengdum fundunum. Margir upplifðu kvíða og vanlíðan í kringum fundina. „Ég man þegar ég var tekin fyrir, setti alla upp og hann náði í penna og skrifaði að ég væri undirförul tík og vildi að allir í stofunni staðfestu það. Þetta fékk að standa lengi og ég var send á næsta bæ þar sem var einhvers konar sálfræðingur og hún var að fara að kafa í það hvers konar undirförul tík ég væri,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna. Einkennisgalli fyrir þá sem komu úr stroki Frásagnirnar um andlegt ofbeldi og niðurlægingu í greinargerðinni eru fjölmargar en meðal annars fengu einhverjir íbúar ekki að velja sinn eigin klæðnað. Þeir sem voru á heimilinu nýkomnir úr stroki voru settir í jogging galla sem átti að einkenna þá. „Niðurlægingin sem var gerð þegar maður kemur alveg brotinn inn, láta mann vera í gráum jogging-göllum, neyddur í bæjarferð eins og hangandi hundur á eftir þeim, mikil öskur á heimilinu, við stelpurnar stóðum saman, litlu börnin þeirra, þau sóttu í að vera hjá okkur og starfsmanninum í eldhúsinu,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna í samtali við Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Greinargerðin er löng, rúmlega 230 blaðsíður, en þar má finna ýmsar frásagnir, pappírsgögn og fleira frá þeim sem bjuggu á meðferðarheimilinu. Í þeim helstu niðurstöðum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti úr greinargerðinni segir að sálfræðiþjónusta hafi verið ábótavant, allir íbúar sem tekið viðtal var við höfðu lent í andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að þekking sem var til staðar sem hefði nýst íbúum Laugalands hafi ekki verið nýtt þar.
Eyjafjarðarsveit Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Félagsmál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira