„Bayern myndi aldrei leyfa mér það“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 11:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði í rúmt ár í gegnum meiðsli aftan í læri en varð á endanum að taka hlé frá fótboltanum til að losna við meiðslin. Getty/Alex Pantling Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Karólína átti frábært EM en spilaði þar þrátt fyrir að meiðsli aftan í læri hefðu angrað hana í rúmt ár. Núna vinnur hún í því að ráða bug á meiðslunum, með þjálfurum, sjúkraþjálfara og lækni þýska stórveldisins Bayern München sem Karólína spilar fyrir. Ekki kemur til greina að hún píni sig í gegnum umspilið eins og hún gerði á EM. Fari svo að Karólína verði ekki búin að jafna sig af meiðslunum í tæka tíð fyrir umspilsleikinn, við sigurvegarann úr einvígi Portúgals og Belgíu, þarf hún að treysta á vinkonur sínar í landsliðinu til að tryggja HM-farseðilinn: „Ef það skyldi vera þannig að ég kæmist ekki í leikinn í október þá hljóta þær að taka þetta fyrir mig,“ sagði Karólína lauflétt í bragði í samtali við Vísi í gær. „Það eru einhverjar líkur [á að ég verði með] en við verðum að sjá til. Ég er í góðu sambandi við Steina [Þorstein Halldórsson] og við tökum einhverja góða ákvörðun saman,“ sagði Karólína. „Einhver von og maður heldur í hana“ Hún píndi sig hreinlega í gegnum EM í sumar og viðurkennir að það hafi sennilega ekki verið sniðugt að bíða svo lengi með að takast á við meiðslin. En kæmi til greina að hún píndi sig enn frekar og spilaði umspilsleikinn í næsta mánuði? „Nei, alls ekki. Bayern myndi aldrei leyfa mér það. Það er bara ekki hægt að segja nei eða já núna. Það er einhver von og maður heldur í hana. Þetta bataferli gengur hægt alla vega núna en maður veit aldrei,“ sagði Karólína. „Aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik“ Hún missti af leiknum gegn Hollandi í síðustu viku þegar Ísland hefði með jafntefli eða sigri getað sloppið við umspilið og tryggt sig inn á HM. Hollendingar tryggðu sig hins vegar áfram með 1-0 sigri eftir mark seint í uppbótartíma. „Ég held að ég hafi aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik,“ sagði Karólína sem horfði á leikinn ásamt Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, landsliðsmarkverði og liðsfélaga hennar hjá Bayern, sem einnig er að jafna sig af meiðslum. „Mér fannst mikið erfiðara að horfa á leikinn en að spila hann. En mér fannst stelpurnar standa sig mjög vel og það er ekkert við þær að sakast. Fyrri hálfleikurinn var slakur, það vita það allir, en í seinni hálfleiknum fannst mér þetta aldrei í hættu svo það var enn meiri skellur að fá á sig markið svona seint. Við Cecilía horfðum á þetta saman og við bara sátum ekki kyrrar. Ég var nær dauða en lífi á tímabili. En ég hef aldrei séð Söndru [Sigurðardóttur, markvörð] svona góða. Stórt hrós á mína konu!“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Karólína Lea og Sveindís Jane báðar meðal fimm bestu í sinni stöðu á EM Tveir af yngstu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru meðal þeirra sem stóðu sig best í sinni leikstöðu á nýloknu EM í Emglandi. 12. ágúst 2022 13:30 Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00 Karólína Lea sló í gær bæði met Dagnýjar og met Hólmfríðar Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir setti alls konar met með marki sínu á móti Ítalíu í gær en með því varð hún yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Ísland í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna. 15. júlí 2022 09:01 Sjáðu stórbrotið mark Karólínu Leu, súrt mark Ítalíu og magnaða markvörslu Söndru Það var líf og fjör í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark. Frakkland vann Belgíu 2-1 þar sem sigurliðið brenndi af vítaspyrnu sem gæti reynst íslenska liðinu dýr. 15. júlí 2022 08:30 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Karólína átti frábært EM en spilaði þar þrátt fyrir að meiðsli aftan í læri hefðu angrað hana í rúmt ár. Núna vinnur hún í því að ráða bug á meiðslunum, með þjálfurum, sjúkraþjálfara og lækni þýska stórveldisins Bayern München sem Karólína spilar fyrir. Ekki kemur til greina að hún píni sig í gegnum umspilið eins og hún gerði á EM. Fari svo að Karólína verði ekki búin að jafna sig af meiðslunum í tæka tíð fyrir umspilsleikinn, við sigurvegarann úr einvígi Portúgals og Belgíu, þarf hún að treysta á vinkonur sínar í landsliðinu til að tryggja HM-farseðilinn: „Ef það skyldi vera þannig að ég kæmist ekki í leikinn í október þá hljóta þær að taka þetta fyrir mig,“ sagði Karólína lauflétt í bragði í samtali við Vísi í gær. „Það eru einhverjar líkur [á að ég verði með] en við verðum að sjá til. Ég er í góðu sambandi við Steina [Þorstein Halldórsson] og við tökum einhverja góða ákvörðun saman,“ sagði Karólína. „Einhver von og maður heldur í hana“ Hún píndi sig hreinlega í gegnum EM í sumar og viðurkennir að það hafi sennilega ekki verið sniðugt að bíða svo lengi með að takast á við meiðslin. En kæmi til greina að hún píndi sig enn frekar og spilaði umspilsleikinn í næsta mánuði? „Nei, alls ekki. Bayern myndi aldrei leyfa mér það. Það er bara ekki hægt að segja nei eða já núna. Það er einhver von og maður heldur í hana. Þetta bataferli gengur hægt alla vega núna en maður veit aldrei,“ sagði Karólína. „Aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik“ Hún missti af leiknum gegn Hollandi í síðustu viku þegar Ísland hefði með jafntefli eða sigri getað sloppið við umspilið og tryggt sig inn á HM. Hollendingar tryggðu sig hins vegar áfram með 1-0 sigri eftir mark seint í uppbótartíma. „Ég held að ég hafi aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik,“ sagði Karólína sem horfði á leikinn ásamt Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, landsliðsmarkverði og liðsfélaga hennar hjá Bayern, sem einnig er að jafna sig af meiðslum. „Mér fannst mikið erfiðara að horfa á leikinn en að spila hann. En mér fannst stelpurnar standa sig mjög vel og það er ekkert við þær að sakast. Fyrri hálfleikurinn var slakur, það vita það allir, en í seinni hálfleiknum fannst mér þetta aldrei í hættu svo það var enn meiri skellur að fá á sig markið svona seint. Við Cecilía horfðum á þetta saman og við bara sátum ekki kyrrar. Ég var nær dauða en lífi á tímabili. En ég hef aldrei séð Söndru [Sigurðardóttur, markvörð] svona góða. Stórt hrós á mína konu!“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Karólína Lea og Sveindís Jane báðar meðal fimm bestu í sinni stöðu á EM Tveir af yngstu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru meðal þeirra sem stóðu sig best í sinni leikstöðu á nýloknu EM í Emglandi. 12. ágúst 2022 13:30 Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00 Karólína Lea sló í gær bæði met Dagnýjar og met Hólmfríðar Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir setti alls konar met með marki sínu á móti Ítalíu í gær en með því varð hún yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Ísland í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna. 15. júlí 2022 09:01 Sjáðu stórbrotið mark Karólínu Leu, súrt mark Ítalíu og magnaða markvörslu Söndru Það var líf og fjör í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark. Frakkland vann Belgíu 2-1 þar sem sigurliðið brenndi af vítaspyrnu sem gæti reynst íslenska liðinu dýr. 15. júlí 2022 08:30 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Karólína Lea og Sveindís Jane báðar meðal fimm bestu í sinni stöðu á EM Tveir af yngstu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru meðal þeirra sem stóðu sig best í sinni leikstöðu á nýloknu EM í Emglandi. 12. ágúst 2022 13:30
Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00
Karólína Lea sló í gær bæði met Dagnýjar og met Hólmfríðar Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir setti alls konar met með marki sínu á móti Ítalíu í gær en með því varð hún yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Ísland í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna. 15. júlí 2022 09:01
Sjáðu stórbrotið mark Karólínu Leu, súrt mark Ítalíu og magnaða markvörslu Söndru Það var líf og fjör í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark. Frakkland vann Belgíu 2-1 þar sem sigurliðið brenndi af vítaspyrnu sem gæti reynst íslenska liðinu dýr. 15. júlí 2022 08:30
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti