Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Árni Jóhansson skrifar 18. júlí 2022 23:00 Karólína stóð í ströngu á mörgum vígstöðum á móti Frökkum Vísir/Vilhelm Gunnarsson Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. „Auðvitað er það mjög súrt að við höfum ekki farið áfram. Mér fannst það skilið. Við vorum inn í öllum leikjunum, skorum þrjú góð mörk og fáum ekki nema þrjú á okkur á móti þessum stóru þjóðum“, sagði Karólína þegar hún var spurð út í hvernig hún liti á stöðuna eftir leik. Hún var því næst spurð hvort það þyrfti ekki bara að jafna sig á þessu svo það væri hægt að fara að vera stolt af frammistöðunni og þeirri staðreynd að liðið hafi farið í gegnum mótið taplaust.. „Algjörlega. Fremst í huganum er bara þakklæti fyrir alla þessa geggjuðu stuðningsmenn sem mættu hérna í þessum brjálaða hita. Það var eiginlega ótrúlegt.“ Aðstæður voru erfiðar vegna hitans og Karólína var spurð að því hvort það hafi ekki verið að fara að taka á að spila leikinn. „Jú en við reyndum bara að vera jákvæðar og gefa hvor annarri jákvæða orku allan leikinn. Það er ekkert smá gaman að vera í svona bardaga.“ Það var náttúrlega mikið áfall að fá á sig mark á fyrstu mínútunni en svo voru tvö mörk tekin af Frökkum eftir myndbandsdómgæslu. Karólína var spurð út í tilfinningarnar sem fóru í gegnum huga hennar þegar allt þetta fór fram. „Ég var bara alveg í sjokki. Ég get alveg viðurkennt það. Ég sá ekki allt sem fór fram en ég trúði því alltaf að við gætum allavega jafnað leikinn. Það gekk eftir en það var bara ekki nóg eftir.“ Karólína var að spila á sínu fyrsta stórmóti og var spurð að því hvað hún tæki með sér inn í framtíðina og hvernig var að spila fyrir þjálfarann. „Ég tek bara reynsluna. Ég fékk mikið traust á þessu móti. Eins og ég segi þá er framtíðin björt hjá okkur. Það er æðislegt að spila fyrir hann og ég mun alltaf reyna að gera allt sem ég get fyrir hann.“ Að lokum var Karólína spurð út í það hvort hún hafi orðið vör við umræðuna um landsliðið og frammistöðu hennar á samfélagsmiðlunum. „Já og nei. Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta.“ Klippa: Karólína Lea eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
„Auðvitað er það mjög súrt að við höfum ekki farið áfram. Mér fannst það skilið. Við vorum inn í öllum leikjunum, skorum þrjú góð mörk og fáum ekki nema þrjú á okkur á móti þessum stóru þjóðum“, sagði Karólína þegar hún var spurð út í hvernig hún liti á stöðuna eftir leik. Hún var því næst spurð hvort það þyrfti ekki bara að jafna sig á þessu svo það væri hægt að fara að vera stolt af frammistöðunni og þeirri staðreynd að liðið hafi farið í gegnum mótið taplaust.. „Algjörlega. Fremst í huganum er bara þakklæti fyrir alla þessa geggjuðu stuðningsmenn sem mættu hérna í þessum brjálaða hita. Það var eiginlega ótrúlegt.“ Aðstæður voru erfiðar vegna hitans og Karólína var spurð að því hvort það hafi ekki verið að fara að taka á að spila leikinn. „Jú en við reyndum bara að vera jákvæðar og gefa hvor annarri jákvæða orku allan leikinn. Það er ekkert smá gaman að vera í svona bardaga.“ Það var náttúrlega mikið áfall að fá á sig mark á fyrstu mínútunni en svo voru tvö mörk tekin af Frökkum eftir myndbandsdómgæslu. Karólína var spurð út í tilfinningarnar sem fóru í gegnum huga hennar þegar allt þetta fór fram. „Ég var bara alveg í sjokki. Ég get alveg viðurkennt það. Ég sá ekki allt sem fór fram en ég trúði því alltaf að við gætum allavega jafnað leikinn. Það gekk eftir en það var bara ekki nóg eftir.“ Karólína var að spila á sínu fyrsta stórmóti og var spurð að því hvað hún tæki með sér inn í framtíðina og hvernig var að spila fyrir þjálfarann. „Ég tek bara reynsluna. Ég fékk mikið traust á þessu móti. Eins og ég segi þá er framtíðin björt hjá okkur. Það er æðislegt að spila fyrir hann og ég mun alltaf reyna að gera allt sem ég get fyrir hann.“ Að lokum var Karólína spurð út í það hvort hún hafi orðið vör við umræðuna um landsliðið og frammistöðu hennar á samfélagsmiðlunum. „Já og nei. Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta.“ Klippa: Karólína Lea eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15
Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50