Fótbolti

Þrír Íslendingar gegn Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson lék sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.
Hákon Arnar Haraldsson lék sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Getty/Joachim Bywaletz

Þrír íslenskir leikmenn eru í leikmannahópi FC Kaupmannahafnar fyrir leikinn mikilvæga gegn Sevilla á Parken í kvöld.

A-landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson eru á sínum stað í hópnum en þar er einnig framherjinn Orri Óskarsson sem varð 18 ára í síðasta mánuði.

Orri hefur komið inn á í tveimur leikjum í dönsku úrvalsdeildinni; einum í vor og öðrum þegar liðið mætti OB síðastliðinn laugardag.

FCK tapaði fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í síðustu viku, 3-0 gegn Dortmund á útivelli. Hákon kom inn á í þeim leik, á 60. mínútu, og varð þar með fimmtándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

FCK er einnig í riðli með Manchester City sem tekur á móti Dortmund í afar athyglisverðum leik í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×