Íslenski boltinn

Leiðir Gunnars Heiðars og Vestra skilja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék lengi sem atvinnumaður erlendis.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék lengi sem atvinnumaður erlendis. vísir/bára

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hættir sem þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta eftir tímabilið.

Hann tók við Vestra í vetur eftir að Jón Þór Hauksson hætti sem þjálfari liðsins og samdi við ÍA. Áður var Gunnar Heiðar þjálfari KFS í Vestmannaeyjum.

Í yfirlýsingu frá Vestra, sem Samúel Samúelsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins skrifar undir, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í sameiningu með Gunnari Heiðari. Sagt er að hann hafi tekið við liðinu á erfiðum tímapunkti og staðið sig vel í störfum sínum.

Vestri er í 8. sæti Lengjudeildarinnar. Gunnar Heiðar stýrir Vestra í síðasta sinn þegar liðið sækir HK heim í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×