Innlent

Bíl ekið inn á lóð Fífusala

Samúel Karl Ólason skrifar
Bílnum var ekið inn á lóðina og á vegg. Ökumaður bílsins var fluttur á sjúkrahús.
Bílnum var ekið inn á lóðina og á vegg. Ökumaður bílsins var fluttur á sjúkrahús. Vísir/Vilhelm

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið.

Sá eini sem var fluttur á sjúkrahús var ökumaður bílsins en sá mun hafa verið rænulítill þegar sjúkraflutningamenn bar að garði.

Frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fengust þær upplýsingar að í fyrstu hefði umfang málsins ekki legið fyrir og því hafi margir bílar verið sendir á vettvang. Fljótt var bílunum þó keyrt aftur til baka þegar ljóst varð að ekki fór verr.

Vaktstjóri segir sjúkraflutningamenn enn vera á vettvangi að ræða við starfsmenn og börn á leikskólanum, þegar þetta er skrifað.

Rætt við börn.Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×