Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. september 2022 15:35 Guðni Th. Jóhannesson á setningu Alþingis í nóvember 2021 Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. Í ávarpi sínu sagði forsetinn sterkt þing ekki staðna en varpaði fram þeirri spurningu hvort framfarir væru óþarfar. Fortíðarþráin eigi það til að láta á sér kræla þegar aldurinn færist yfir en hún geti búið til falskan veruleika. „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Hann nefnir að þó fortíðarþráin byrgi okkur ef til vill sýn sé mikilvægt að líta yfir farinn veg og átta sig á því sem fór illa jafnt og því sem fór vel. Mikilvægt sé að líta til merkra tímamóta þegar horft sé til framfara. Eins og eldgossins í Vestmannaeyjum sem minni á kraft náttúruaflanna ásamt samtakamættinum sem Íslendingar búi yfir á erfiðum tímum ásamt fleiru. Forsetinn minntist einnig stríðsins í Úkraínu og sagði öryggi íslensku þjóðarinnar tengdan frið og öryggi annarra ríkja. Guðni bendir einnig á það hversu hverfult allt í heiminum er, „nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði Guðni. Hann sagði mikilvægt að sýna þeim sem komi hingað til lands og vilji nema íslensku, umburðarlyndi. Það komi sér vel fyrir okkur öll. „Íslenska er okkar mál og lýðveldið Ísland er traust ríki. En auðvitað er margt sem við getum gert enn betur hér, bætt hag og heilsu fólksins í landinu. Það hlýtur að vera meginmarkmið ykkar, ágætu alþingismenn. Það hlýtur að einkenna gott og öflugt alþingi. Gleymum því þó ekki sem hér hefur áunnist og um víða veröld. Gleymum því ekki að lífslíkur og lífsgæði hafa aukist, frelsi og mannréttindi sömuleiðis. Gleymum því ekki að ný tækni og vísindi geta áfram veitt svör við mörgum vanda, loftslagsvá, farsóttum og öðrum áskorunum,“ sagði Guðni. Ræðu Guðna í heild sinni má sjá hér að ofan og nálgast hér, bæði á íslensku og ensku. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Alþingi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Í ávarpi sínu sagði forsetinn sterkt þing ekki staðna en varpaði fram þeirri spurningu hvort framfarir væru óþarfar. Fortíðarþráin eigi það til að láta á sér kræla þegar aldurinn færist yfir en hún geti búið til falskan veruleika. „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Hann nefnir að þó fortíðarþráin byrgi okkur ef til vill sýn sé mikilvægt að líta yfir farinn veg og átta sig á því sem fór illa jafnt og því sem fór vel. Mikilvægt sé að líta til merkra tímamóta þegar horft sé til framfara. Eins og eldgossins í Vestmannaeyjum sem minni á kraft náttúruaflanna ásamt samtakamættinum sem Íslendingar búi yfir á erfiðum tímum ásamt fleiru. Forsetinn minntist einnig stríðsins í Úkraínu og sagði öryggi íslensku þjóðarinnar tengdan frið og öryggi annarra ríkja. Guðni bendir einnig á það hversu hverfult allt í heiminum er, „nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði Guðni. Hann sagði mikilvægt að sýna þeim sem komi hingað til lands og vilji nema íslensku, umburðarlyndi. Það komi sér vel fyrir okkur öll. „Íslenska er okkar mál og lýðveldið Ísland er traust ríki. En auðvitað er margt sem við getum gert enn betur hér, bætt hag og heilsu fólksins í landinu. Það hlýtur að vera meginmarkmið ykkar, ágætu alþingismenn. Það hlýtur að einkenna gott og öflugt alþingi. Gleymum því þó ekki sem hér hefur áunnist og um víða veröld. Gleymum því ekki að lífslíkur og lífsgæði hafa aukist, frelsi og mannréttindi sömuleiðis. Gleymum því ekki að ný tækni og vísindi geta áfram veitt svör við mörgum vanda, loftslagsvá, farsóttum og öðrum áskorunum,“ sagði Guðni. Ræðu Guðna í heild sinni má sjá hér að ofan og nálgast hér, bæði á íslensku og ensku.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Alþingi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira