Reggístrákarnir sem bíða Heimis Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 10:33 Heimir Hallgrímsson byrjar á glímu við Argentínu, rétt eins og á HM í Rússlandi þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. Getty/Simon Stacpoole Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. Samkvæmt frétt jamaíska miðilsins The Gleaner verður Heimir kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku á föstudaginn. Næsti leikur Jamaíku, eða Reggístrákanna eins og leikmenn liðsins eru kallaðir, er vináttulandsleikur við Argentínu 27. september, á heimavelli New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Gleaner átti Heimir þátt í að velja þá 29 leikmenn sem valdir hafa verið fyrir leikinn við Argentínu. Sex þeirra eru titlaðir sem varamenn inn í hópinn. Michail Antonio hefur sýnt það með West Ham að hann kann alveg að skora mörk.Getty Antonio þekktasta nafnið Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er sennilega þekktasti landsliðsmaður Jamaíku. Hann er með í hópnum núna eftir að hafa ekki verið með í júní þegar liðið tryggði sig inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku. Fleiri leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum því þar eru einnig Leon Bailey, kantmaður Aston Villa, og Bobby Reid, sóknarmaður Fulham. Úrslitin hjá Jamaíku síðustu misseri hafa ekki verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir en þó er liðið komið inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku, sem fram fer næsta sumar.Getty Einnig má nefna miðjumanninn Ravel Morrison sem hóf feril sinn með Manchester United og West Ham en er núna leikmaður Wayne Rooney hjá D.C. United. Morrison, Antonio og Reid eiga það allir sameiginlegt að vera frá Englandi en eiga ættir að rekja til Jamaíku. Leikmennina 23 sem eru í aðallandsliðshópnum má sjá hér að neðan. Leikmannahópur Jamaíku fyrir vináttulandsleikinn við Argentínu.@jff_football Jamaíka er í 62. sæti á heimslista FIFA, einu sæti fyrir ofan Ísland. Liðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 1998 og féll liðið út í riðlakeppninni. Jamaíka hefur yfirleitt komist í Gullbikarinn en féll þar úr leik í 8-liða úrslitum í fyrra. Liðið vann silfurverðlaun á mótinu árin 2015 og 2017 og varð í 4. sæti 2019. Ljóst er að Jamaíka verður með á mótinu sem fram fer 26. júní til 16. júlí næsta sumar. Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Samkvæmt frétt jamaíska miðilsins The Gleaner verður Heimir kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku á föstudaginn. Næsti leikur Jamaíku, eða Reggístrákanna eins og leikmenn liðsins eru kallaðir, er vináttulandsleikur við Argentínu 27. september, á heimavelli New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Gleaner átti Heimir þátt í að velja þá 29 leikmenn sem valdir hafa verið fyrir leikinn við Argentínu. Sex þeirra eru titlaðir sem varamenn inn í hópinn. Michail Antonio hefur sýnt það með West Ham að hann kann alveg að skora mörk.Getty Antonio þekktasta nafnið Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er sennilega þekktasti landsliðsmaður Jamaíku. Hann er með í hópnum núna eftir að hafa ekki verið með í júní þegar liðið tryggði sig inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku. Fleiri leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum því þar eru einnig Leon Bailey, kantmaður Aston Villa, og Bobby Reid, sóknarmaður Fulham. Úrslitin hjá Jamaíku síðustu misseri hafa ekki verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir en þó er liðið komið inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku, sem fram fer næsta sumar.Getty Einnig má nefna miðjumanninn Ravel Morrison sem hóf feril sinn með Manchester United og West Ham en er núna leikmaður Wayne Rooney hjá D.C. United. Morrison, Antonio og Reid eiga það allir sameiginlegt að vera frá Englandi en eiga ættir að rekja til Jamaíku. Leikmennina 23 sem eru í aðallandsliðshópnum má sjá hér að neðan. Leikmannahópur Jamaíku fyrir vináttulandsleikinn við Argentínu.@jff_football Jamaíka er í 62. sæti á heimslista FIFA, einu sæti fyrir ofan Ísland. Liðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 1998 og féll liðið út í riðlakeppninni. Jamaíka hefur yfirleitt komist í Gullbikarinn en féll þar úr leik í 8-liða úrslitum í fyrra. Liðið vann silfurverðlaun á mótinu árin 2015 og 2017 og varð í 4. sæti 2019. Ljóst er að Jamaíka verður með á mótinu sem fram fer 26. júní til 16. júlí næsta sumar.
Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30