Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2022 14:45 Heimilisofbeldismál sem lögreglan hefur fengið tilkynningar vegna hafa aldrei verið jafn mörg. Vísir/Vilhelm Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Þar er að finna helstu tölur er snúa að heimilisofbeldismálum og ágreiningsmálum milli skyldra eða tengdra einstaklinga sem koma á borð lögreglu. Lögreglan á landsvísu fékk 1232 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila. Jafngildir það sjö slíkum tilkynningum á dag eða 205 tilkynningum á mánuði. Um er að ræða tæplega 13 prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þ.e. tilvika þar sem grunur er um brot á borð við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, þá eru tilvikin 592 eða þremur prósentum fleiri en á sama tíma 2021 og tæplega tveimur prósentum fleiri en árið 2020 í miðjum heimsfaraldri. Tilkynningum um ágreining milli skyldra/tengdra aðila voru 640 talsins, og hafa þær ekki verið fleiri. Heimilisofbeldismál eru nú orðin meira en helmingur líkamsmeiðinga og manndrápsmála sem koma á borð lögreglunnar. Staðan var önnur árið 2020 en þá voru manndráp/líkamsmeiðingamál 1776, heimilisofbeldismál voru 1050, eða 59% málanna. Fækka á brotum og fjölga tilkynningum Þolendakönnun lögreglunnar á undanförnum árum hafa sýnt að um sjö prósent svarenda hafa orðið fyrir heimilisofbeldi, og um 7- 20 prósent tilkynnt til lögreglunnar. Stjórnvalda hafa því sett skýr markmið um að samhliða þess að fækka brotum sé stefnt að því að 35 prósent þolenda tilkynni það til lögreglunnar árið 2027. Í þeim tilgangi hefur lögreglan sett sér skýrt verklag um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála og sinnt útköllum í samvinnu við félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaganna. Þá hefur ofbeldisgáttin 112.is frætt um birtingarmyndir heimilisofbeldis, þau úrræði sem eru til staðar og staðið fyrir vitundarvakningu um mikilvægi þess að tilkynna til 112 hjá Neyðarlínunni. Málum er varðar fyrrverandi maka fækkar Í verklagsreglum lögreglunnar er heimilisofbeldi skilgreint sem ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir hendi einhvers nákomins. Gerandi og þolandi eru skyldir eða tengdir og háttsemin felur í sér brot sem beinist gegn þolanda, t.d. ofbeldi, hótun eða eignaspjöll. Tilvik eru skráð sem ágreiningur milli skyldra og tengdra þegar ekki leikur grunur á broti sem beinist að þolanda. Flest tilvik heimilisofbeldis, eða um tvö af hverjum þremur málum eru af hendi maka eða fyrrverandi maka. Málunum fækkar þó hlutfallslega og þeim málum sem um er að ræða fyrrverandi maka fækkar um 8,3 prósent samanborið við síðustu þrjú ár á undan. Beiðnir um nálgunarbann voru 50, og fækkar um 23 prósent samanborið við síðustu þrjú ár á undan. Brot sem falla undir 218b. gr. almennra hegningarlaga um endurtekið ofbeldi eða á alvarlegan hátt ógnar lífi og heilsu brotaþola voru 45, og fækkar um 21 prósent samanborið við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan. Heimilisofbeldismálum þar sem um er að ræða fjölskyldutengsl, svo sem ofbeldi á milli barna og foreldra heldur áfram að fjölga, og eru tæplega 32 prósent heimilisofbeldismála. Skráningin er óháð því hvort barnið sé undir lögaldri eða ekki. Í 78,6 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og 68,1 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka er 80,1 prósent árásaraðila karlar og 77,1 prósent brotaþola eru konur. Tengd skjöl HeimilisofbeldiPDF1.9MBSækja skjal Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því í á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Þar er að finna helstu tölur er snúa að heimilisofbeldismálum og ágreiningsmálum milli skyldra eða tengdra einstaklinga sem koma á borð lögreglu. Lögreglan á landsvísu fékk 1232 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila. Jafngildir það sjö slíkum tilkynningum á dag eða 205 tilkynningum á mánuði. Um er að ræða tæplega 13 prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þ.e. tilvika þar sem grunur er um brot á borð við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, þá eru tilvikin 592 eða þremur prósentum fleiri en á sama tíma 2021 og tæplega tveimur prósentum fleiri en árið 2020 í miðjum heimsfaraldri. Tilkynningum um ágreining milli skyldra/tengdra aðila voru 640 talsins, og hafa þær ekki verið fleiri. Heimilisofbeldismál eru nú orðin meira en helmingur líkamsmeiðinga og manndrápsmála sem koma á borð lögreglunnar. Staðan var önnur árið 2020 en þá voru manndráp/líkamsmeiðingamál 1776, heimilisofbeldismál voru 1050, eða 59% málanna. Fækka á brotum og fjölga tilkynningum Þolendakönnun lögreglunnar á undanförnum árum hafa sýnt að um sjö prósent svarenda hafa orðið fyrir heimilisofbeldi, og um 7- 20 prósent tilkynnt til lögreglunnar. Stjórnvalda hafa því sett skýr markmið um að samhliða þess að fækka brotum sé stefnt að því að 35 prósent þolenda tilkynni það til lögreglunnar árið 2027. Í þeim tilgangi hefur lögreglan sett sér skýrt verklag um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála og sinnt útköllum í samvinnu við félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaganna. Þá hefur ofbeldisgáttin 112.is frætt um birtingarmyndir heimilisofbeldis, þau úrræði sem eru til staðar og staðið fyrir vitundarvakningu um mikilvægi þess að tilkynna til 112 hjá Neyðarlínunni. Málum er varðar fyrrverandi maka fækkar Í verklagsreglum lögreglunnar er heimilisofbeldi skilgreint sem ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir hendi einhvers nákomins. Gerandi og þolandi eru skyldir eða tengdir og háttsemin felur í sér brot sem beinist gegn þolanda, t.d. ofbeldi, hótun eða eignaspjöll. Tilvik eru skráð sem ágreiningur milli skyldra og tengdra þegar ekki leikur grunur á broti sem beinist að þolanda. Flest tilvik heimilisofbeldis, eða um tvö af hverjum þremur málum eru af hendi maka eða fyrrverandi maka. Málunum fækkar þó hlutfallslega og þeim málum sem um er að ræða fyrrverandi maka fækkar um 8,3 prósent samanborið við síðustu þrjú ár á undan. Beiðnir um nálgunarbann voru 50, og fækkar um 23 prósent samanborið við síðustu þrjú ár á undan. Brot sem falla undir 218b. gr. almennra hegningarlaga um endurtekið ofbeldi eða á alvarlegan hátt ógnar lífi og heilsu brotaþola voru 45, og fækkar um 21 prósent samanborið við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan. Heimilisofbeldismálum þar sem um er að ræða fjölskyldutengsl, svo sem ofbeldi á milli barna og foreldra heldur áfram að fjölga, og eru tæplega 32 prósent heimilisofbeldismála. Skráningin er óháð því hvort barnið sé undir lögaldri eða ekki. Í 78,6 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og 68,1 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka er 80,1 prósent árásaraðila karlar og 77,1 prósent brotaþola eru konur. Tengd skjöl HeimilisofbeldiPDF1.9MBSækja skjal
Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því í á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því í á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11