Þeir úkraínsku „bálreiðir“ yfir sölu UEFA til Rússlands Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 09:01 Fáir standa eftir úr leikmannahópi Shakhtar síðan í fyrra vegna ástandsins í Úkraínu. Milos Bicanski/Getty Images Forráðamenn úkraínska fótboltaliðsins Shakhtar Donetsk eru æfir út í stjórnarfólk hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að selja sjónvarpsrétt á leik liðsins til rússneskrar sjónvarpsstöðvar. Shakhtar er staðsett í Donetsk í austurhluta Úkraínu og hefur ekki spilað leiki á heimavelli sínum frá því árið 2014, þegar innrás Rússa á Krímskaga hófst. Töluverðar skemmdir urðu á heimavelli þeirra, Donbass-vellinum, í sprengjuárásum Rússa þá. Shakhtar hefur síðan leikið alla heimaleiki sína í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Eftir að Rússar réðust aftur inn í landið af fullu afli í febrúar síðastliðnum hafa Evrópuleikir félagsins ekki getað farið fram í Úkraínu. Shakhtar mun því leika fyrsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld, sem og aðra heimaleiki sína í keppninni, í Varsjá í Póllandi. Shakhtar vann frækinn 4-1 útisigur á RB Leipzig í fyrsta leik, en leikmannahópur félagsins er nánast óþekkjanlegur vegna ástandsins. Fjölmargir leikmenn yfirgáfu félagið vegna innrásar Rússa. Fimm Brasilíumenn voru seldir í sumar og fimm landar þeirra í viðbót yfirgáfu félagið á láni, auk Ísraelans Manor Solomon sem fór á láni til Fulham á Englandi. Fáir sem engir byrjunarliðsmenn félagsins standa eftir frá því í fyrra og er liðið nánast einvörðungu skipað heimamönnum - enda fengu erlendir leikmenn sérstaka undanþágu frá knattspyrnuyfirvöldum til að yfirgefa úkraínsk félagslið vegna innrásarinnar. Það gerir sigur Shakhtar á Leipzig þeim mun merkilegri en næsta verkefni þeirra er að mæta Celtic frá Skotlandi í Varsjá annað kvöld. Forráðamenn félagsins komust hins vegar að því í vikunni að UEFA hefði selt sýningarrétt á leiknum til rússneskrar sjónvarpsstöðvar, Match TV, sem er í eigu orkurisans Gazprom. Gazprom var einn af aðalstyrktaraðilum Meistaradeildarinnar áður en innrás Rússa hófst en UEFA rifti þeim samningi einhliða eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Vegna þessa er Shakhtar-mönnum fyrirmunað að skilja hvers vegna UEFA ákveður að semja við aðila á þess vegum nú. „Við erum bálreiðir yfir þessari ákvörðun. Árásarþjóðina þarf að einangra eins mikið og mögulegt er,“ segir háttsettur stjórnandi hjá Shakhtar. „Við erum andsnúnir ekki aðeins þátttöku rússneskra félagsliða í evrópskum keppnum, en við köllum einnig eftir því að Rússar verði útilokaðir frá öllum alþjóðlegum keppnum, þar á meðal þeim á snærum UEFA og FIFA.“ Leikur Shakhtar og Celtic er klukkan 16:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Alla Meistaradeildarleiki á dagskrá hjá Stöð 2 Sport má sjá að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu UEFA Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Shakhtar er staðsett í Donetsk í austurhluta Úkraínu og hefur ekki spilað leiki á heimavelli sínum frá því árið 2014, þegar innrás Rússa á Krímskaga hófst. Töluverðar skemmdir urðu á heimavelli þeirra, Donbass-vellinum, í sprengjuárásum Rússa þá. Shakhtar hefur síðan leikið alla heimaleiki sína í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Eftir að Rússar réðust aftur inn í landið af fullu afli í febrúar síðastliðnum hafa Evrópuleikir félagsins ekki getað farið fram í Úkraínu. Shakhtar mun því leika fyrsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld, sem og aðra heimaleiki sína í keppninni, í Varsjá í Póllandi. Shakhtar vann frækinn 4-1 útisigur á RB Leipzig í fyrsta leik, en leikmannahópur félagsins er nánast óþekkjanlegur vegna ástandsins. Fjölmargir leikmenn yfirgáfu félagið vegna innrásar Rússa. Fimm Brasilíumenn voru seldir í sumar og fimm landar þeirra í viðbót yfirgáfu félagið á láni, auk Ísraelans Manor Solomon sem fór á láni til Fulham á Englandi. Fáir sem engir byrjunarliðsmenn félagsins standa eftir frá því í fyrra og er liðið nánast einvörðungu skipað heimamönnum - enda fengu erlendir leikmenn sérstaka undanþágu frá knattspyrnuyfirvöldum til að yfirgefa úkraínsk félagslið vegna innrásarinnar. Það gerir sigur Shakhtar á Leipzig þeim mun merkilegri en næsta verkefni þeirra er að mæta Celtic frá Skotlandi í Varsjá annað kvöld. Forráðamenn félagsins komust hins vegar að því í vikunni að UEFA hefði selt sýningarrétt á leiknum til rússneskrar sjónvarpsstöðvar, Match TV, sem er í eigu orkurisans Gazprom. Gazprom var einn af aðalstyrktaraðilum Meistaradeildarinnar áður en innrás Rússa hófst en UEFA rifti þeim samningi einhliða eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Vegna þessa er Shakhtar-mönnum fyrirmunað að skilja hvers vegna UEFA ákveður að semja við aðila á þess vegum nú. „Við erum bálreiðir yfir þessari ákvörðun. Árásarþjóðina þarf að einangra eins mikið og mögulegt er,“ segir háttsettur stjórnandi hjá Shakhtar. „Við erum andsnúnir ekki aðeins þátttöku rússneskra félagsliða í evrópskum keppnum, en við köllum einnig eftir því að Rússar verði útilokaðir frá öllum alþjóðlegum keppnum, þar á meðal þeim á snærum UEFA og FIFA.“ Leikur Shakhtar og Celtic er klukkan 16:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Alla Meistaradeildarleiki á dagskrá hjá Stöð 2 Sport má sjá að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu UEFA Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira