Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2022 13:11 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Egill Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu embættis ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot þar sem finna má upplýsingar um tilkynningar til lögreglu vegna kynferðisbrota fyrstu sex mánuði ársins. Tvær af hverjum þremur á höfuðborgarsvæðinu Í málaskrá lögreglunnar vegna kynferðisbrota er bæði skráð hvenær brot eru tilkynnt og hvenær þau áttu sér stað. „Ástæða þess er að oft líður tími á milli þess að brotið á sér stað og tilkynnt er um það til lögreglu. Þegar horft er til tíma brots, var tilkynnt um 83 nauðganir sem áttu sér stað fyrstu sex mánuði ársins eða 14 nauðganir á mánuði, sem samsvarar 1% fækkun frá því í fyrra. Þegar skoðuð er tímasetning nauðgana eftir árum og embættum um helgar þá á 66% þeirra sér stað á höfuðborgarsvæðinu og 65% þeirra frá 18:00-06:00 að morgni. Nær línulegur vöxtur var í tilkynntum nauðgunum frá 2010. Þeim fækkaði þó verulega á meðan sóttvarnartakmarkanir stóðu sem hæst í Covid-19 heimsfaraldrinum. Þegar losað var aftur um takmarkanir fjölgaði tilkynntum nauðgunum til lögreglunnar á nýjan leik,“ segir í tilkynningu frá embættinu. Rúmlega þrjú hundruð tilkynningar um kynferðisbrot Ennfremur kemur fram að lögregla hafi skráð í allt 328 tilkynningar um kynferðisbrot á fyrstu sex mánuðum ársins, sem samsvarar fimm prósenta fjölgun frá síðustu þremur árum þar á undan. „Ef borið er saman við fyrstu sex mánuði ársins 2021 fækkar í heildina skráðum kynferðisbrotum um 9% á milli ára. Skráðum blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gegn börnum fækkar. Brot vegna kynferðislegrar áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi heldur hins vegar áfram að fjölga, og voru 64 á tímabilinu. Til samanburðar var tilkynnt um 36 brot að jafnaði síðustu þrjú ár þar á undan, eða aukning um 78%. Meðalaldur grunaðra er 35 ár og er 95% þeirra karlar, þar af 33% undir 25 ára,“ segir í tilkynningunni. Vitundarvakning dómsmálaráðuneytisins, Neyðarlínunnar, ríkislögreglustjóra, lögreglunnar og fjölda annarra samstarfsaðila undir slagorðunum „Verum vakandi“ og „Góða skemmtun“ sem hófst í mars og lauk nú um miðjan ágúst var því beint sérstaklega að skemmtanalífinu og viðburðum með það tvíþætta markmið að fækka brotum og fjölga tilkynningum til lögreglunnar. Kynferðisofbeldi Næturlíf Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu embættis ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot þar sem finna má upplýsingar um tilkynningar til lögreglu vegna kynferðisbrota fyrstu sex mánuði ársins. Tvær af hverjum þremur á höfuðborgarsvæðinu Í málaskrá lögreglunnar vegna kynferðisbrota er bæði skráð hvenær brot eru tilkynnt og hvenær þau áttu sér stað. „Ástæða þess er að oft líður tími á milli þess að brotið á sér stað og tilkynnt er um það til lögreglu. Þegar horft er til tíma brots, var tilkynnt um 83 nauðganir sem áttu sér stað fyrstu sex mánuði ársins eða 14 nauðganir á mánuði, sem samsvarar 1% fækkun frá því í fyrra. Þegar skoðuð er tímasetning nauðgana eftir árum og embættum um helgar þá á 66% þeirra sér stað á höfuðborgarsvæðinu og 65% þeirra frá 18:00-06:00 að morgni. Nær línulegur vöxtur var í tilkynntum nauðgunum frá 2010. Þeim fækkaði þó verulega á meðan sóttvarnartakmarkanir stóðu sem hæst í Covid-19 heimsfaraldrinum. Þegar losað var aftur um takmarkanir fjölgaði tilkynntum nauðgunum til lögreglunnar á nýjan leik,“ segir í tilkynningu frá embættinu. Rúmlega þrjú hundruð tilkynningar um kynferðisbrot Ennfremur kemur fram að lögregla hafi skráð í allt 328 tilkynningar um kynferðisbrot á fyrstu sex mánuðum ársins, sem samsvarar fimm prósenta fjölgun frá síðustu þremur árum þar á undan. „Ef borið er saman við fyrstu sex mánuði ársins 2021 fækkar í heildina skráðum kynferðisbrotum um 9% á milli ára. Skráðum blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gegn börnum fækkar. Brot vegna kynferðislegrar áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi heldur hins vegar áfram að fjölga, og voru 64 á tímabilinu. Til samanburðar var tilkynnt um 36 brot að jafnaði síðustu þrjú ár þar á undan, eða aukning um 78%. Meðalaldur grunaðra er 35 ár og er 95% þeirra karlar, þar af 33% undir 25 ára,“ segir í tilkynningunni. Vitundarvakning dómsmálaráðuneytisins, Neyðarlínunnar, ríkislögreglustjóra, lögreglunnar og fjölda annarra samstarfsaðila undir slagorðunum „Verum vakandi“ og „Góða skemmtun“ sem hófst í mars og lauk nú um miðjan ágúst var því beint sérstaklega að skemmtanalífinu og viðburðum með það tvíþætta markmið að fækka brotum og fjölga tilkynningum til lögreglunnar.
Kynferðisofbeldi Næturlíf Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent