Innlent

Staðfesta stjórnunar-og verndaráætlun fyrir „þjóðargersemi“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra staðfestu sérstaka stjórnunar-og verndaáætlun fyrir svæðið við hátíðlega athöfn í morgun.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra staðfestu sérstaka stjórnunar-og verndaáætlun fyrir svæðið við hátíðlega athöfn í morgun.

Í nýstaðfestri stjórnunar- og verndaráætlun Geysissvæðisins eru leiðir kynntar til að tryggja að markmið friðlýsingarinnar frá 2020 nái fram að ganga. Áhersla erlögð á verndun, ferðamennsku og vísindarannsóknir. Umhverfisráðherra segir áætlunina mikilvægan áfanga. Geysissvæðið hafi sérstaka þýðingu fyrir alla landsmenn og reyndar gjörvalla heimsbyggðina.

Geysissvæðið í Haukadal var friðlýst á þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 2020. Það er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar og þykir einstakt á heimsvísu. Friðlýsingin á að tryggja vernd jarðminja, örvera og gróðurs.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra staðfestu sérstaka stjórnunar-og verndaáætlun fyrir svæðið við hátíðlega athöfn í morgun.

„Þetta er verndar-og stjórnaráætlun sem er tæki okkar, þegar við erum búin að friðlýsa svæði, að ákveða hvernig á að nýta það og hvað á að vernda og svo framvegis. Auðvitað þekkjum við Geyssisvæðið, þetta er þjóðargersemi, en það skiptir auðvitað miklu máli að við gerum þetta eins vel og mögulegt er í sátt við þá aðila sem þar eru,“ segir Guðlaugur Þór.

„Framtíðarsýnin er einfaldlega bara þessi; þetta er þjóðargersemi og við ætlum að fara einstaklega vel með hana en á sama tíma og það fer vel saman þá ætlum við að leyfa bæði Íslendingum og gestum sem hingað koma að njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða og við ætlum líka að nýta það fyrir rannsóknir og vísindin umfram allt þá viljum við vernda þessa mikilvægu náttúruperlu sem er einstök á heimsmælikvarða.“

Guðlaugur segir góða samstöðu hafa náðst um málið - sem eigi sér heillanga forsögu.

„Það er afskaplega mikilvægt að það sé góðs átt um það hvert við ætlum og hvernig við ætlum að vinna hlutina og þess vegna vorum við að leggja svolítið mikið upp úr því að staðfesta þetta því þetta er mikilvægt,ekki bara fyrir þá sem hér eru, heldur fyrir alla landsmenn og reyndar alla heimsbyggðina því þetta er einstakt á heimsmælikvarða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra.


Tengdar fréttir

Umhverfisráðherra vill að ríkið eignist Geysi

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×