Umhverfisráðherra vill að ríkið eignist Geysi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2012 14:15 Geysir mynd/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. Í vikunni var Landeigendafélag Geysis í Haukadal í Biskupstungum stofnað formlega en að því standa allir landeigendur á Haukadalstorfunni, sem eiga 65% hlut af svæðinu en ríkið á 35%. Hlutverk félagsins verður að standa að uppbyggingu og vernd svæðisins. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra fagnar nýja félaginu. „Ég tel að það sé að mörgu leiti jákvætt að við séum þarna komin með einn viðmælanda. Það er því skýrt við hvern sé verið að tala við." Svandís er þó á því að ríkið eigi að kaupa allt landið í Haukadal. „Ég ítreka það að þessu væri lang best fyrirkomið ef það væri bæði í eigu og umsjá almennings." Þannig að þú vilt að ríkið eignist allt landið? „Það sem er þarna innan girðingar ætti að vera í eigu almennings. Það er eðlilegast. Þar sem að þetta er skýr og klár náttúruperla. Þá getum við haldið utan um landið og sýnt því þá virðingu sem það á skilið."En hvað segir umhverfisráðherra um gjaldtöku á fjölmennustu ferðamannastöðunum á Íslandi? „Allra mest geld ég varhug af því að einkaaðilar sem eru landeigendur á mikilvægum ferðamannastöðum fari að taka gjald inn á slíka staði. Þá er hætt við því að frekar verði um að ræða gróðastarfsemi heldur en að gjaldtakan renni beinlínis til þess að gera landinu til góða.Þannig að þú ert hlynnt gjaldtöku þegar ríkið er annars vegar? „Ég er hlynnt því að við finnum leiðir til þess að þessi atvinnugrein standi straum af þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er fyrir náttúruvernd á Íslandi. Mér er sagt að yfir 80 prósent þeirra sem sækja Ísland heim geri það náttúrunnar vegna. Ég tel það vera eðlilegt að eitthvað af því fjármagni sem að leggst til við komi ferðamanna renni til uppbyggingar á náttúru Íslands."Hvað sérðu fyrir þér að það muni kosta að skoða Geysi, Skógarfoss eða Seljalandsfoss? „Ég ætla ekki að nefna tölu," segir Svandís að lokum. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. Í vikunni var Landeigendafélag Geysis í Haukadal í Biskupstungum stofnað formlega en að því standa allir landeigendur á Haukadalstorfunni, sem eiga 65% hlut af svæðinu en ríkið á 35%. Hlutverk félagsins verður að standa að uppbyggingu og vernd svæðisins. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra fagnar nýja félaginu. „Ég tel að það sé að mörgu leiti jákvætt að við séum þarna komin með einn viðmælanda. Það er því skýrt við hvern sé verið að tala við." Svandís er þó á því að ríkið eigi að kaupa allt landið í Haukadal. „Ég ítreka það að þessu væri lang best fyrirkomið ef það væri bæði í eigu og umsjá almennings." Þannig að þú vilt að ríkið eignist allt landið? „Það sem er þarna innan girðingar ætti að vera í eigu almennings. Það er eðlilegast. Þar sem að þetta er skýr og klár náttúruperla. Þá getum við haldið utan um landið og sýnt því þá virðingu sem það á skilið."En hvað segir umhverfisráðherra um gjaldtöku á fjölmennustu ferðamannastöðunum á Íslandi? „Allra mest geld ég varhug af því að einkaaðilar sem eru landeigendur á mikilvægum ferðamannastöðum fari að taka gjald inn á slíka staði. Þá er hætt við því að frekar verði um að ræða gróðastarfsemi heldur en að gjaldtakan renni beinlínis til þess að gera landinu til góða.Þannig að þú ert hlynnt gjaldtöku þegar ríkið er annars vegar? „Ég er hlynnt því að við finnum leiðir til þess að þessi atvinnugrein standi straum af þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er fyrir náttúruvernd á Íslandi. Mér er sagt að yfir 80 prósent þeirra sem sækja Ísland heim geri það náttúrunnar vegna. Ég tel það vera eðlilegt að eitthvað af því fjármagni sem að leggst til við komi ferðamanna renni til uppbyggingar á náttúru Íslands."Hvað sérðu fyrir þér að það muni kosta að skoða Geysi, Skógarfoss eða Seljalandsfoss? „Ég ætla ekki að nefna tölu," segir Svandís að lokum.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira