Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2013 13:25 mynd/vilhelm Rekstraraðilar á Geysi í Haukadal hafa enga trú á hugmyndum um náttúrupassa og ætla að hefja innheimtu gjalds á Geysissvæðinu. Ritari Geysis ehf. segir aðkallandi að hefja uppbyggingu á svæðinu fyrir hálfan milljarð króna. Landeigendafélagið Geysir var stofnað í september í fyrra af landeigendum sem eiga 65 prósent af geysislandinu en ríkið á 35 prósent. Garðar Eiríksson ritari félagsins segir hagsmunaaðila hafa átt í viðræðum við ríkisvaldið um nauðsynlega uppbyggingu á Geysissvæðinu í tvö ár án niðurstöðu. „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum,“ segir Garðar. Landeigendur beri mikinn kostnað af svæðinu og þörf sé á miklum framkvæmdum. Garðar segir um hálfa milljón ferðamanna heimsækja Geysi á hverju ári og ekki sé hægt að halda áfram rekstrinum við óbreyttar aðstæður. „Jafnframt er það nú þannig að með auknu álagi vegna fjölda ferðamanna þarf heilmikla fjármuni til að gera þessi svæði þannig úr garði að þau geti borið þennan þunga,“ segir hann. Það hefði verið gott ef menn hefðu stigið þetta skref fyrir um fimm árum en nú verði ekki lengur komist hjá því að fara í aðgerðir til að bera ferðamannaþungann. „Þú tekur ekki hálfan milljarð í eitt svæði upp úr skattvasa samfélagsins þegar við eigum ekki fyrir brýnustu nauðsynjum eins og heilbrigðismálum og öðru slíku. Þá verða menn að greiða fyrir upplifun á staðnum og þeirrar þjónustu sem þeir njóta á hverjum stað,“ segir Garðar. Sú uppbygging sem blasi við kosti ekki minna en hálfan milljarð og svo þurfi að halda svæðinu við, ráða starfsfólk, huga að öryggismálum, aðgengi fatlaðara og fleira. Gjaldið verði hóflegt og undir þúsund krónum. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um upptöku náttúrupassa sem aðgang að öllum ferðamannastöðum landsins.Hefði það ekki verið skynsamari leið?„Nei einfaldlega. Ég hef ætíð talað gegn náttúrupassa. Ég hef hins vegar talað fyrir blandaðri leið,“ segir Garðar. Þeir staðir sem beri rekstur innheimti sitt gjald en aðrir staðir verði fjármagnaðir með öðrum leiðum. „Við viljum ekki vera undir þeim hatti að það sé verið að skammta úr einhverju batteríi, sem fer kannski mest í að viðhalda sjálfu sér, sem náttúrupassinn virðist stefna í samkvæmt Boston hugmyndunum og öðru slíku,“ segir Garðar Eiríksson. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Rekstraraðilar á Geysi í Haukadal hafa enga trú á hugmyndum um náttúrupassa og ætla að hefja innheimtu gjalds á Geysissvæðinu. Ritari Geysis ehf. segir aðkallandi að hefja uppbyggingu á svæðinu fyrir hálfan milljarð króna. Landeigendafélagið Geysir var stofnað í september í fyrra af landeigendum sem eiga 65 prósent af geysislandinu en ríkið á 35 prósent. Garðar Eiríksson ritari félagsins segir hagsmunaaðila hafa átt í viðræðum við ríkisvaldið um nauðsynlega uppbyggingu á Geysissvæðinu í tvö ár án niðurstöðu. „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum,“ segir Garðar. Landeigendur beri mikinn kostnað af svæðinu og þörf sé á miklum framkvæmdum. Garðar segir um hálfa milljón ferðamanna heimsækja Geysi á hverju ári og ekki sé hægt að halda áfram rekstrinum við óbreyttar aðstæður. „Jafnframt er það nú þannig að með auknu álagi vegna fjölda ferðamanna þarf heilmikla fjármuni til að gera þessi svæði þannig úr garði að þau geti borið þennan þunga,“ segir hann. Það hefði verið gott ef menn hefðu stigið þetta skref fyrir um fimm árum en nú verði ekki lengur komist hjá því að fara í aðgerðir til að bera ferðamannaþungann. „Þú tekur ekki hálfan milljarð í eitt svæði upp úr skattvasa samfélagsins þegar við eigum ekki fyrir brýnustu nauðsynjum eins og heilbrigðismálum og öðru slíku. Þá verða menn að greiða fyrir upplifun á staðnum og þeirrar þjónustu sem þeir njóta á hverjum stað,“ segir Garðar. Sú uppbygging sem blasi við kosti ekki minna en hálfan milljarð og svo þurfi að halda svæðinu við, ráða starfsfólk, huga að öryggismálum, aðgengi fatlaðara og fleira. Gjaldið verði hóflegt og undir þúsund krónum. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um upptöku náttúrupassa sem aðgang að öllum ferðamannastöðum landsins.Hefði það ekki verið skynsamari leið?„Nei einfaldlega. Ég hef ætíð talað gegn náttúrupassa. Ég hef hins vegar talað fyrir blandaðri leið,“ segir Garðar. Þeir staðir sem beri rekstur innheimti sitt gjald en aðrir staðir verði fjármagnaðir með öðrum leiðum. „Við viljum ekki vera undir þeim hatti að það sé verið að skammta úr einhverju batteríi, sem fer kannski mest í að viðhalda sjálfu sér, sem náttúrupassinn virðist stefna í samkvæmt Boston hugmyndunum og öðru slíku,“ segir Garðar Eiríksson.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira