Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2022 10:30 Mönnum var heitt í hamsi á Allianz leikvanginum í gær. getty/Giuseppe Maffia Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. Salernitana leiddi 0-2 í hálfleik þökk sé mörkum Antonios Candreva og Krzysztof Piatek. Gleison Bremer minnkaði muninn fyrir Juventus í upphafi seinni hálfleiks og í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu. Leonardo Bonucci, fyrirliði Juventus, tók spyrnuna en Luigi Sepe, markvörður Salernitana, varði. Bonucci fylgdi hins vegar á eftir og jafnaði í 2-2 Tveimur mínútum síðar skoraði Arkadiusz Milik fyrir Juventus með skalla eftir hornspyrnu. Hann reif sig úr treyjunni, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Mark Miliks var aftur á móti dæmt af eftir skoðun á myndbandi því Bonucci, sem reyndi að skalla boltann í netið, virtist vera rangstæður. Það var kolrangur dómur því Candrevam spilaði alla leikmenn Juventus réttstæða eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. This image is wild. Juventus denied a last minute winner after this was clearly missed by VAR. #JuveSalernitanaAbsolute shambles. pic.twitter.com/aFI3yLdG4I— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) September 11, 2022 Eftir þetta varð fjandinn laus. Matteo Marcenaro, dómari leiksins, rak Juan Cuadrado, leikmann Juventus, og Federico Fazio, leikmann Salernitana, af velli og knattspyrnustjóri Juventus, Max Allegri, fékk einnig rauða spjaldið. Klippa: Serie A: Allt vitlaust í Tórínó Juventus er taplaust í ítölsku úrvalsdeildinni en er samt bara í 8. sæti með tíu stig eftir sex umferðir. Salernitana er í 10. sætinu með sjö stig. Liðið hefur aldrei unnið Juventus í efstu deild en var ekki langt frá því í gær. Næsti leikur Juventus er gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Ítalski boltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Salernitana leiddi 0-2 í hálfleik þökk sé mörkum Antonios Candreva og Krzysztof Piatek. Gleison Bremer minnkaði muninn fyrir Juventus í upphafi seinni hálfleiks og í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu. Leonardo Bonucci, fyrirliði Juventus, tók spyrnuna en Luigi Sepe, markvörður Salernitana, varði. Bonucci fylgdi hins vegar á eftir og jafnaði í 2-2 Tveimur mínútum síðar skoraði Arkadiusz Milik fyrir Juventus með skalla eftir hornspyrnu. Hann reif sig úr treyjunni, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Mark Miliks var aftur á móti dæmt af eftir skoðun á myndbandi því Bonucci, sem reyndi að skalla boltann í netið, virtist vera rangstæður. Það var kolrangur dómur því Candrevam spilaði alla leikmenn Juventus réttstæða eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. This image is wild. Juventus denied a last minute winner after this was clearly missed by VAR. #JuveSalernitanaAbsolute shambles. pic.twitter.com/aFI3yLdG4I— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) September 11, 2022 Eftir þetta varð fjandinn laus. Matteo Marcenaro, dómari leiksins, rak Juan Cuadrado, leikmann Juventus, og Federico Fazio, leikmann Salernitana, af velli og knattspyrnustjóri Juventus, Max Allegri, fékk einnig rauða spjaldið. Klippa: Serie A: Allt vitlaust í Tórínó Juventus er taplaust í ítölsku úrvalsdeildinni en er samt bara í 8. sæti með tíu stig eftir sex umferðir. Salernitana er í 10. sætinu með sjö stig. Liðið hefur aldrei unnið Juventus í efstu deild en var ekki langt frá því í gær. Næsti leikur Juventus er gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.
Ítalski boltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira