Innlent

Ó­­á­­nægja með Icelandair á Akur­eyri

Bjarki Sigurðsson skrifar
Dæmi eru um að flug milli Reykjavíkur og Akureyrar hafi verið fellt niður með skömmum fyrirvara.
Dæmi eru um að flug milli Reykjavíkur og Akureyrar hafi verið fellt niður með skömmum fyrirvara. Vísir/Tryggvi

Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt.

Morgunblaðið greinir frá þessu en þar segir að fólk sem þarf að fara í læknisheimsóknir eða ferðast vegna vinnu sé meðal þeirra sem hafa orðið fyrir raski vegna breytinga á flugi með skömmum fyrirvara.

Heimir Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Morgunblaðið að fólk sé algjörlega ráðalaust gagnvart þessu. Bæjarstjórn mun funda með Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í næstu viku.

„Ég treysti Icelandair til þess að meta hvað þörf er á mörgum ferðum hér á milli á dag. Við viljum bara að áætlanir standist, en hvers vegna slíkt gerist ekki verður forstjórinn að svara,“ segir Heimir.

Ari Fossdal, stöðvarstjóri Icelandair á Akureyri segir í samtali við Morgunblaðið að vélarnar sem nýttar eru í innanlandsflugið hafi nokkrar farið í tímafrekar ástandsskoðanir upp á síðkastið. Þá hafa komið upp minniháttar bilanir í flugvélum sem hafa þá verið kyrrsettar í varúðarskyni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×