„Frammistaðan er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. september 2022 18:44 Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var hálf svekktur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfyssingum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. „Okkur tókst ekki að búa til nógu mörg góð færi í leiknum. Við vorum nálægt því að komast í færi, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján að leik loknum. „Við eigum góðan kafla í byrjun leiksins, en svo svona jafnast það út. Við áttum okkur ekki alveg á leiknum fyrr en við jöfnum og þá breyttum við aðeins skipulaginu. Þá náðum við stjórn á leiknum út fyrri hálfleikinn og allan seinni hálfleikinn líka. Það gekk hægt að búa til færi, en við fengum held ég tvö sem verða að teljast góð færi sem við eigum að skora úr.“ Eins og Kristján segir þá voru Stjörnukonur með ágætis stjórn á leiknum í upphafi og alveg þangað til Selfyssingar taka forystuna eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Markið er klaufalegt. Ég er ekki alveg með það í kollinum en það klaufalegt. Mér fannst okkar leikmenn samt bregðast bara nokkuð vel við því og settu meiri þrýsting sem endaði með því að við jöfnuðum leikinn.“ „Við tókum svo alveg yfir í seinni hálfleik og frammistaðan hjá liðinu er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur.“ Stjarnan situr í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir leik dagsins, stigi á eftir Breiðablik sem situr í öðru sæti. Þrátt fyrir það að hafa ekki náð að lyfta sér upp fyrir Blikana í dag segist Kristján frekar ætla að horfa á stigið sem liðið fékk, frekar en stigin sem liðið fékk ekki. „Ég ætla bara að horfa á þetta þannig að þetta var mjög gott stig. Það þýðir ekkert annað. Þó að frammistaðan bjóði upp á að við eigum að vinna þá er það ekki alltaf gefið þó liðið spili vel.“ Breiðablik mætir toppliði Vals næstkomandi mánudag og getur með sigri í þeim leik aukið bilið á liðin fyrir neðan sig í fjögur stig. „Það eru fleiri en við sem erum að elta Breiðablik. Það eru lið sem eru með áþekkan stigafjölda og við sem eiga alveg möguleika á að fara í þennan eltingaleik við Blikana, og kannski Val,“ sagði Kristján og hló. „En við verðum bara að sjá. Við verðum bara fyrst og fremst að vinna í okkar leikjum og okkur bara kemur ekkert við hvað gerist á hinum stöðunum,“ sagði Kristján að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira
„Okkur tókst ekki að búa til nógu mörg góð færi í leiknum. Við vorum nálægt því að komast í færi, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján að leik loknum. „Við eigum góðan kafla í byrjun leiksins, en svo svona jafnast það út. Við áttum okkur ekki alveg á leiknum fyrr en við jöfnum og þá breyttum við aðeins skipulaginu. Þá náðum við stjórn á leiknum út fyrri hálfleikinn og allan seinni hálfleikinn líka. Það gekk hægt að búa til færi, en við fengum held ég tvö sem verða að teljast góð færi sem við eigum að skora úr.“ Eins og Kristján segir þá voru Stjörnukonur með ágætis stjórn á leiknum í upphafi og alveg þangað til Selfyssingar taka forystuna eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Markið er klaufalegt. Ég er ekki alveg með það í kollinum en það klaufalegt. Mér fannst okkar leikmenn samt bregðast bara nokkuð vel við því og settu meiri þrýsting sem endaði með því að við jöfnuðum leikinn.“ „Við tókum svo alveg yfir í seinni hálfleik og frammistaðan hjá liðinu er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur.“ Stjarnan situr í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir leik dagsins, stigi á eftir Breiðablik sem situr í öðru sæti. Þrátt fyrir það að hafa ekki náð að lyfta sér upp fyrir Blikana í dag segist Kristján frekar ætla að horfa á stigið sem liðið fékk, frekar en stigin sem liðið fékk ekki. „Ég ætla bara að horfa á þetta þannig að þetta var mjög gott stig. Það þýðir ekkert annað. Þó að frammistaðan bjóði upp á að við eigum að vinna þá er það ekki alltaf gefið þó liðið spili vel.“ Breiðablik mætir toppliði Vals næstkomandi mánudag og getur með sigri í þeim leik aukið bilið á liðin fyrir neðan sig í fjögur stig. „Það eru fleiri en við sem erum að elta Breiðablik. Það eru lið sem eru með áþekkan stigafjölda og við sem eiga alveg möguleika á að fara í þennan eltingaleik við Blikana, og kannski Val,“ sagði Kristján og hló. „En við verðum bara að sjá. Við verðum bara fyrst og fremst að vinna í okkar leikjum og okkur bara kemur ekkert við hvað gerist á hinum stöðunum,“ sagði Kristján að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira
Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07