Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. september 2022 12:38 Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra, segir mikilvægt að fara yfir lagaumhverfið og reglur þegar kemur að byrlunum. Vísir/Einar Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. Engin tölfræði um byrlanir er til hjá lögreglu en dæmin virðast mýmörg ef marka má upplýsingar frá Stígamótum og neyðarmóttökunni. Þá komu til að mynda fjögur slík mál á borð lögreglu um síðustu helgi. Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra, segir ljóst að bregðast þurfi við. „Við sjáum að fólk er að stíga fram, það er að segja sögur, það er að tilkynna til lögreglu. Við erum líka að heyra frá heilbrigðiskerfinu að það eru að aukast tilkynningar þar, og ég held að við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega,“ segir Eygló. Hún bendir á að mörg önnur lönd séu um þessar mundir að taka umræðuna og hvernig sé hægt að ná betur utan um málin. Í nýlegri skýrslu breska þingsins hafi til að mynda komið fram að byrlanir væru útbreiddur vandi sem hefði í för með sér alvarlegar afleiðingar og því þyrftu yfirvöld að bregðast við. Ýmis lyf væru notuð í verknaðinn, bæði lögleg og ólögleg, auk þess sem dæmi voru um að áfengi hafi verið misnotað til að byrla fólki. Þá hafi efnum jafnvel verið sprautað beint í einstaklinga. „Ekkert af þessu er í lagi. Við þurfum bara sem samfélag, lögreglan í samstarfi við heilbrigðiskerfið og aðra þá sem koma að ofbeldismálum, að vinna að því að tryggja það að við getum brugðist hratt og vel við og að það sé aðstoð til staðar þegar fólk þarf á því að halda,“ segir Eygló. Byrlun ein og sér er ekki brot á hegningarlögum en mögulega þurfi það að breytast. „Ég held að það sé mikilvægt að fara yfir lagaumhverfið og reglurnar hjá okkur. Maður sér það, eins og ég nefndi sem dæmi í Bretlandi, að þeir eru að skoða möguleikann hvort þess þurfi og önnur lönd hafa jafnvel þegar tekið skrefið í þá átt. Þannig að ég held að já, við eigum að skoða það líka,“ segir Eygló. Ríkislögreglustjóri hefur þegar tekið skref til að vekja athygli á málinu með uppfærðum upplýsingum á vef Neyðarlínunnar en þau hafa sömuleiðis óskað eftir fundi með nýjum samtökum reykvískra skemmtistaða í næstu viku til að fara yfir málin. Þá sé verklag lögreglu til skoðunar og hvernig hægt sé að skrá málin betur en Eygló hvetur alla til að tilkynna það ef grunur er um byrlun. Allir geti gert betur. „Við þurfum að halda áfram að leggja áherslu á það að við sem samfélag getum dregið úr svigrúmi til þess að þeir sem beita ofbeldi beiti ofbeldi. Á endanum er hins vegar alltaf ábyrgðin hjá gerendanum, þeim sem eru að beita ofbeldinu eða að einhverju leyti að brjóta á öðrum. Ábyrgðin er aldrei hins vegar þolendans,“ segir Eygló. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Næturlíf Tengdar fréttir Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Var byrlað á Menningarnótt og neitað um aðstoð lögreglu Kona á fimmtugsaldri sem fór niður í bæ á Menningarnótt og fékk sér drykk með manni sínum telur sér hafa verið byrlað ólyfjan. Af því hún hafði drukkið áfengi neitaði lögreglan þeim um aðstoð og þurfti maður hennar því að skilja hana eftir nær meðvitundarlausa á bekk á meðan hann leitaði að leigubíl. 21. ágúst 2022 13:43 „Fyrsta skrefið er að gera byrlun að refsiverðu broti“ Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún ræddi byrlanir en hún lagði fram fyrirspurn varðandi byrlanir til heilbrigðis- og dómsmálaráðherra á Alþingi í desember. 24. mars 2022 18:25 „Óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu“ Nauðganir eiga ekki að vera ásættanlegur hluti af skemmtanalífinu segir ríkislögreglustjóri sem í dag hratt af stað átaki til fækka þeim ásamt dómsmálaráðherra og Neyðarlínunni. Almenningur er hvattur til að taka þátt, vera vakandi og láta vita. 1. mars 2022 19:00 Engin tölfræði til um byrlanir Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. 2. febrúar 2022 21:03 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Engin tölfræði um byrlanir er til hjá lögreglu en dæmin virðast mýmörg ef marka má upplýsingar frá Stígamótum og neyðarmóttökunni. Þá komu til að mynda fjögur slík mál á borð lögreglu um síðustu helgi. Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra, segir ljóst að bregðast þurfi við. „Við sjáum að fólk er að stíga fram, það er að segja sögur, það er að tilkynna til lögreglu. Við erum líka að heyra frá heilbrigðiskerfinu að það eru að aukast tilkynningar þar, og ég held að við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega,“ segir Eygló. Hún bendir á að mörg önnur lönd séu um þessar mundir að taka umræðuna og hvernig sé hægt að ná betur utan um málin. Í nýlegri skýrslu breska þingsins hafi til að mynda komið fram að byrlanir væru útbreiddur vandi sem hefði í för með sér alvarlegar afleiðingar og því þyrftu yfirvöld að bregðast við. Ýmis lyf væru notuð í verknaðinn, bæði lögleg og ólögleg, auk þess sem dæmi voru um að áfengi hafi verið misnotað til að byrla fólki. Þá hafi efnum jafnvel verið sprautað beint í einstaklinga. „Ekkert af þessu er í lagi. Við þurfum bara sem samfélag, lögreglan í samstarfi við heilbrigðiskerfið og aðra þá sem koma að ofbeldismálum, að vinna að því að tryggja það að við getum brugðist hratt og vel við og að það sé aðstoð til staðar þegar fólk þarf á því að halda,“ segir Eygló. Byrlun ein og sér er ekki brot á hegningarlögum en mögulega þurfi það að breytast. „Ég held að það sé mikilvægt að fara yfir lagaumhverfið og reglurnar hjá okkur. Maður sér það, eins og ég nefndi sem dæmi í Bretlandi, að þeir eru að skoða möguleikann hvort þess þurfi og önnur lönd hafa jafnvel þegar tekið skrefið í þá átt. Þannig að ég held að já, við eigum að skoða það líka,“ segir Eygló. Ríkislögreglustjóri hefur þegar tekið skref til að vekja athygli á málinu með uppfærðum upplýsingum á vef Neyðarlínunnar en þau hafa sömuleiðis óskað eftir fundi með nýjum samtökum reykvískra skemmtistaða í næstu viku til að fara yfir málin. Þá sé verklag lögreglu til skoðunar og hvernig hægt sé að skrá málin betur en Eygló hvetur alla til að tilkynna það ef grunur er um byrlun. Allir geti gert betur. „Við þurfum að halda áfram að leggja áherslu á það að við sem samfélag getum dregið úr svigrúmi til þess að þeir sem beita ofbeldi beiti ofbeldi. Á endanum er hins vegar alltaf ábyrgðin hjá gerendanum, þeim sem eru að beita ofbeldinu eða að einhverju leyti að brjóta á öðrum. Ábyrgðin er aldrei hins vegar þolendans,“ segir Eygló.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Næturlíf Tengdar fréttir Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Var byrlað á Menningarnótt og neitað um aðstoð lögreglu Kona á fimmtugsaldri sem fór niður í bæ á Menningarnótt og fékk sér drykk með manni sínum telur sér hafa verið byrlað ólyfjan. Af því hún hafði drukkið áfengi neitaði lögreglan þeim um aðstoð og þurfti maður hennar því að skilja hana eftir nær meðvitundarlausa á bekk á meðan hann leitaði að leigubíl. 21. ágúst 2022 13:43 „Fyrsta skrefið er að gera byrlun að refsiverðu broti“ Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún ræddi byrlanir en hún lagði fram fyrirspurn varðandi byrlanir til heilbrigðis- og dómsmálaráðherra á Alþingi í desember. 24. mars 2022 18:25 „Óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu“ Nauðganir eiga ekki að vera ásættanlegur hluti af skemmtanalífinu segir ríkislögreglustjóri sem í dag hratt af stað átaki til fækka þeim ásamt dómsmálaráðherra og Neyðarlínunni. Almenningur er hvattur til að taka þátt, vera vakandi og láta vita. 1. mars 2022 19:00 Engin tölfræði til um byrlanir Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. 2. febrúar 2022 21:03 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30
Var byrlað á Menningarnótt og neitað um aðstoð lögreglu Kona á fimmtugsaldri sem fór niður í bæ á Menningarnótt og fékk sér drykk með manni sínum telur sér hafa verið byrlað ólyfjan. Af því hún hafði drukkið áfengi neitaði lögreglan þeim um aðstoð og þurfti maður hennar því að skilja hana eftir nær meðvitundarlausa á bekk á meðan hann leitaði að leigubíl. 21. ágúst 2022 13:43
„Fyrsta skrefið er að gera byrlun að refsiverðu broti“ Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún ræddi byrlanir en hún lagði fram fyrirspurn varðandi byrlanir til heilbrigðis- og dómsmálaráðherra á Alþingi í desember. 24. mars 2022 18:25
„Óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu“ Nauðganir eiga ekki að vera ásættanlegur hluti af skemmtanalífinu segir ríkislögreglustjóri sem í dag hratt af stað átaki til fækka þeim ásamt dómsmálaráðherra og Neyðarlínunni. Almenningur er hvattur til að taka þátt, vera vakandi og láta vita. 1. mars 2022 19:00
Engin tölfræði til um byrlanir Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. 2. febrúar 2022 21:03